fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan telur sig hafa handtekið skotmanninn úr Rauðagerði – Eitt flóknasta sakamál síðustu ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 06:47

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á morðinu á Armando Beqirai, sem var skotinn til bana í Rauðagerði um síðustu helgi, miðar ágætlega að sögn lögreglunnar. Málið er sagt vera eitt flóknasta og umfangsmesta sakamál, sem upp hefur komið hér á landi, á síðustu árum. Sjö hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag segir að tveir, að minnsta kosti, hafi kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Haft er eftir Margeiri Sveinssyni, yfirlögregluþjóni, að lögreglan telji sig vera með skotmanninn í haldi en útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki.

Aðeins einn Íslendingur er á meðal hinna handteknu. Hinir eru erlendir ríkisborgarar en flestir búsettir hér á landi. Íslendingurinn heitir samkvæmt heimildum DV Anton Kristinn Þórarinsson en hann hefur að sögn verið umsvifamikill í fíkniefnaheiminum árum saman. Hann hefur lýst sig saklausan af aðild að málinu og kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.

Morgunblaðið segir að Evrópulögreglan Europol aðstoði við upplýsingaöflun vegna málsins en einn angi rannsóknarinnar snýr að því hvort málið hafi tengingu við skipulögð erlend glæpasamtök.

Lögreglan hefur lagt hald á marga muni vegna rannsóknarinnar og framkvæmt fjölda húsleita.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að þeir fjórir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudaginn og á þriðjudaginn tengist. Eru útlendingarnir sagðir hafa starfað fyrir Anton Kristinn sem er sagður vera í mjög erfiðri stöðu í undirheimunum þessa dagana eftir að hann var sakaður um að hafa verið uppljóstrari lögreglunnar árum saman. Eru útlendingarnir sagðir hafa verið fengnir hingað til lands til að vernda Anton, meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli