fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Harmleikur á geðdeild – Depurð, fíkn og geðhvörf rót afbrotafaraldurs

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 15:00

Geðdeild Landspítalans mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem ákærður var fyrir að kýla lækni á geðdeild Landspítalans og lögreglumann þann 10. ágúst 2019 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að „sæta umsjón“ á skilorðstíma sínum. Er þar vísað til heimild dómara til að dæma einstakling til þess að sæta „umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar.“

Af árás mannsins hlaut læknirinn bólgu og mar hægra megin í andliti og brot í tönn. Lögreglumaðurinn hlaut tvíbrot í nefbeini, skurð á nef og mikla nefblæðingu og bólgu.

Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hafa valdið skemmdum á bifreið og meðal annars brotið báða hliðarspegla af bílnum, fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur og virða stöðvunarmerki lögreglu að vettugi í tvígang auk annarra umferðarlagabrota. Þar að auki var manninum gefið að sök að hafa gripið tequila flösku á Hlemmi Mathöll ófrjálsri hendi og drukkið úr henni án þess að greiða fyrir hana.

Eftir að ákæran var gefin út gaf Héraðssaksóknari út svokallaða framhaldsákæru þar sem svohljóðandi vararefsikröfu ákæruvaldsins var bætt við: „en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum […].“

Við meðferð málsins fyrir dómi var sagt frá miklum geðrænum veikindum mannsins, og er ekki annað að skilja á dómnum en að rót afbrota hans og annarrar ólukku í hans lífi séu þau veikindi. Ákærði játaði sök í öllum ákæruliðum, að því er segir í dómnum, en segist lítið muna eftir atvikunum þar sem hann hafi verið mjög veikur á þeim tíma er brotin voru framin.

Fenginn var dómkvaddur matsmaður til þess að leggja mat á sakhæfi mannsins og hvort refsing í málinu myndi skila tilætluðum árangri. Í mati matsmannsins eru tíðar innlagnir mannsins á geðdeild raktar auk þess sem hann hefur undirgengist lyfjameðferð. Þá glímir maðurinn við depurð, áfengisfíkn, kannabisfíkn og er haldinn geðhvarfasjúkdómi.

Matsmaðurinn segir manninn hafa verið í örlyndisástandi þegar ofbeldisbrotin voru framin, en þó ekki þannig að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann hafi því verið sakhæfur þegar brot hans voru framin. Þá er það álit matsmanns að refsing yrði manninum mjög þungbær sökum alvarlegs þunglyndis hans. „Því væri brýnt að tryggja honum áfram göngudeildarmeðferð og eða aðra meðferð sem læknar hans telja nauðsynlega,“ segir í dómnum.

Dómarinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé sakhæfur, og að minnisleysi mannsins verði að hluta til skýrt af vímuefnaneyslu hans þann dag. Vísaði dómarinn þar til vitnisburðar geðlæknis í málinu um að það væri álit sitt.

Maðurinn var því fundinn sekur um tvær líkamsárásir, gripdeild, akstur án ökuréttinda, ölvunar- og fíkniefnaakstur auk annarra brota á umferðarlögum. „Til málsbóta horfir hins vegar að ákærði viðurkenndi skýlaust brot sín,“ skrifar dómarinn svo.

Í ljósi þess hve þungbær refsingin yrði manninum ákvað dómari að skilorðsbinda refsinguna, en láta manninn þess í stað sæta umsjón sérfræðinga á skilorðstíma. Þá var manninum gert að greiða á aðra milljón í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?