fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Fjölskylda Johns Snorra sendir frá sér yfirlýsingu: Telja að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleiðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 14:00

John Snorri og Lína Móey mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við tímasetningu á síðasta sambandinu við síma John Snorra sem vitað er um, þá erum við sannfærð um að allir mennirnir þrír náðu á toppinn á K2 en eitthvað kom fyrir á leiðinni niður,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu fjallaklifursgarpsins John Snorra, sem eiginkona hans, Lína Móey, birtir á samfélagsmiðlum.

Mennirnir þrír, Ali, John Snorri, og Juan Pablo, eru nú taldir látnir og hafa pakistönsk yfirvöld formlega lýst því yfir.

Sjá einnig: Lýsa yfir láti Johns Snorra og félaga hans

Fjórði maðurinn í leiðangrinum, Sajid, sneri við eftir viðkomu í grunnbúðum 3, og komst heill á húfi frá leiðangrinum. Í yfirlýsingunni er því fagnað að hann er á lífi.

Í yfirlýsingunni er pakistönskum yfirvöldum þakkað fyrir framlag sitt til leitarinnar að mönnunum, einnig er yfirvöldum í Chile og Íslandi þakkað fyrir stuðninginn. Pakistanski herinn er sérstaklega lofaður fyrir hugrekki við leitina sem fór fram við afar erfiðar aðstæður.

Í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Allir mennirnir þrír höfðu nægan vilja, getu og hugrekki til að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar með því að ná á topp K2 að vetrarlagi.“

https://www.facebook.com/linamoey1/posts/10158410286717529

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Í gær

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu