Seljendur íbúðar í fjölbýlishúsi í Reykjavík voru krafðir um 6,3 milljónir ásamt dráttarvöxtum vegna gífurlegs viðhaldskostnaðar. Deilan snerist um hvort seljendur hefðu upplýst kaupendur nægilega vel um ástand hússins og viðhaldsþörfina þegar viðskiptin áttu sér stað.
Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. febrúar. Ljóst var af gögnum að annar kaupendanna hafið setið einhverja húsfundi. Um ástand hússins segir meðal annars í texta dómsins:
„Í málinu liggur fyrir skýrsla verkfræðistofunnar Verksýnarfrá október 2018 þar sem fjallað er um ástand hússins að […], settar fram viðgerðartillögur og kostnaðaráætlun.Húsfélagið aflaði skýrslunnar.Þar kemur meðal annars fram að ástand suðvesturhliðar og norðausturhliðar sé mjög slæmt og mikið sé um alvarlegar skemmdir á útveggjum hússins.
Augljóst sé að viðhald hússins hafi ekki alltaf farið fram með reglulegum hætti. Steypa útveggja sé mjög víða orðin rakamettuð og töluvert sprungin. Ástand kaldra svalaveggja og svalaplatna sé, eins og ástand útveggja, mjög slæmt. Lagt sétil að ráðist verði í heildarviðgerðir á steyptum/múruðum byggingarhlutum, þ.e. útveggjum og svölum. Lagt sétil að fyrrgreindar tvær hliðar verði klæddar með álklæðningu.
Gaflar hússins verði viðgerðir, þ.e. útveggjaklæðning þeirra, en þeir hafi þegar verið klæddir. Svalahandrið þurfi að brjóta niður og setja þurfiléttari handrið í þeirra stað. Í skýrslunni erusíðanlagðartil tvær leiðir til úrbótaað þessu leyti.Á húsfundi 5. nóvember 2018 völdu íbúðareigendur ódýrari leiðina.
Áætlaður kostnaður samkvæmt þeirri leið nam 114.500.000 krónum, en þar er rætt um múr-og steypuviðgerðir (12.500.000 krónur), klæðninguveggflata(39.300.000 krónur), ný handrið á svalir (5.400.000 krónur), endurnýjun glugga (33.100.000 krónur), viðgerðir gluggaog hurða (1.500.000 krónur), endurnýjun og færslu renna og niðurfallsröra ásamt endurnýjun svalabrunna (2.400.000 krónur), málun (3.800.000 krónur), palla, aðstöðu og tímavinnu (11.100.000 krónur) og ófyrirséðan kostnað (5%, 5.400.000 krónur).“
Eins og ofanreindur texti ber með sér var kostnaðurinn af viðhaldinu gífurlegur, en tekist var á um hvort seljendur hefðu uppfyllt tilkynningaskyldu sína um stöðuna. Kaupendurnir kvöddu til matsmann til að taka út skemmdir og ástand hússins en þegar hann kom á vettvang voru viðgerðir og framkvæmdir hafnar og þurfti hann því að hluta til að styðjast við ljósmyndir við mat sitt. Matsmaðurinn komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að gluggar, hurðir, útveggir, svalir og skyggni við innganga hafi verið í slæmu ásigkomulagi þann dag sem kaupin áttu sér stað og tímabært hefði verið að ráðast í viðhald. Ástand þaks hafi verið betra en byggingarhlutar séu gallaðir í þeim skilningi að þeir séu úr sér gengnir og þarfnist viðhalds.
Kaupendur íbúðarinnar sökuðu seljendur um að vanrækja upplýsingaskyldu sína samkvæmt tilteknum greinum fasteignakaupalaganna. Í grein 26 segir:
„Fasteign telst gölluð ef kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um hana sem seljandi vissi eða mátti vita um og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi. Þetta gildir þó aðeins ef það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings að upplýsingarnar voru ekki veittar.“
Næsta grein sömu laga hljóðar svo:
„Fasteign telst gölluð ef hún er ekki í samræmi við upplýsingar sem seljandi, eða þeir sem koma fram fyrir hans hönd, hafa veitt kaupanda. Hið sama á við ef fasteignin er ekki í samræmi við upplýsingar sem veittar eru í auglýsingum, söluyfirliti eða öðrum sölu- eða kynningargögnum um hana.“
Kaupendurnir héldu því fram að þau hefðu aldrei fallist á kaupverðið ef þau hefðu haft réttar upplýsingar um ástand hússins og þær endurbætur sem í vændum voru. Héldu þeir því fram að seljendurnir hefðu leynt þeim mikilvægum upplýsingum um slæmt ástand eignarinnar.
Mikilvægt gagn í málinu var ástandsskýrsla frá byggingarfyrirtæki en seljendur bentu á að hún hefði ekki legið fyrir fyrr en einu og hálfu ári eftir kaupin og ákvarðanir um endurbætur hafi verið teknar í framhaldi af því. Við sölu hafi engin ákvörðun verið tekin um framkvæmdir og breytingar á húsinu.
Eftir að dómari hafði rýnt í gögn málsins varðandi ástand hússins og upplýsingagjöf seljenda var niðurstaðan sú að dæma seljendurna til að greiða kaupendum íbúðarinnar 2 milljónir króna með dráttarvöxtum. Ennfremur þurfa seljendurnir að greiða 1,7 milljónir í málskostnað.
Í texta dómsins er farið ítarlega yfir málsatriði varðandi ástand hússins og upplýsingagjöf milli seljenda og kaupenda íbúðarinnar.