fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Zúúber hættir í kjölfar niðrandi ummæla um Valdimar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 14:11

Samsett mynd. Valdimar og dagskrárgerðarfólk Zúúber. Mynd af Valdimar: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsþátturinn vinsæli, Zúúber, sem var á dagskrá Bylgjunnar á föstudögum er hættur. Tilkynnt hefur verið um þetta á Facebook-síðu þáttarins. Í tilkynningunni segir:

„Takk fyrir samfylgdina í vetur, við tókum þá ákvörðun eftir samræður okkar á milli og við fyrirtækið að láta staðar numið sem hópur núna. Sigga heldur sínu striki á Bylgjunni. Takk fyrir að hlusta. Þangað til næst, Svali, Gassi og Sigga“

Vefur Mannlífs greinir frá því að dagskrárgerðarfólki þáttarins, Svala, Gassa og Siggu Lund, hafi verið sagt upp störfum, og segist hafa heimildir fyrir því. En samkvæmt tilkynningunni var ákvörðunin þeirra.

Mikil gagnrýnisalda á þáttinn reis um helgina vegna ummæla um tónlistarmanninn Valdimar og holdafar hans. DV greindi frá þessu á laugardag:

Sjá einnig: Útvarpskona sökuð um að fitusmána Valdimar

Þar sagði meðal annars:

„Gífurlega hörð gagnrýni á útvarpsþáttinn Zúúber hefur brotist út á Facebook-síðu útvarpstöðvarinnar Bylgjunnar. Ummæli sem einn dagskrárgerðarmaður þáttarins, Sigga Lund, Sigríður Lund V Hermannsdóttir, lét falla um söngvarann Valdimar í þættinum á föstudag hafa farið mjög fyrir brjóstið á hlustendum, sérstaklega systur söngvarans, sem gerir alvarlegar athugasemdir við ummælin.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að nefna þetta. Ég held að margir hafi orðið varir við sína fitufordóma vegna þess að ég var það, þegar við lásum greinina um daginn um ákveðinn söngvara, sem á von á barni með kærustunni sinni. Mér finnst mjög leiðinlegt að tala um þetta en fyrsta hugsunin … nú bara viðurkenni ég það og mér finnst það mjög leiðinlegt, mér fannst mjög leiðinlegt að komast að þessu um sjálfa mig, en fyrsta hugsunin … út af því að hann er með aukakíló.“

Sigga var þá spurð hvað hún væri að finna að þessu. Hún sagðist ekki vera að því og að Valdimar væri „æði“. Svo sleppti hún hugsuninni: Hvernig náði Valdimar í þessa kona af því hann er með aukakíló? Meðstjórnendur þáttarins voru sammála um að þessi hugsun hefði vaknað hjá mörgum og væri til marks um útbeidda fitufordóma.“

Systir söngvarans, Sylvía Guðmundsdóttir, var meðal þeirra sem birtu harða gagnrýni á framkomu útvarpsfólksins í garð Valdimars.

Zúúber birti síðan eftirfarandi afsökunarbeiðni: 

Á föstudaginn 12.02.2021 varð okkur í Zúúber alvarlega á í messunni og særðum góðan mann sem átti það svo sannarlega ekki skilið.

Við urðum uppvís að okkar eigin fitufordómum með því að taka Valdimar sem dæmi í umræðu um fitufordóma. Við, Svali, Gassi og Sigga, viljum öll biðja Valdimar innilegrar afsökunar á því að hafa vegna fáfræði, fávisku og fordóma okkar notað hann sem dæmi í þessari umræðu.

Við trúum því að við getum alltaf gert betur og lært meira.

Svali, Gassi og Sigga Lund“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins