fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Tara tjáir sig um Zúúber-málið og segist vera reið – „Framkoma Sýnar í minn garð hefur verið verri og til lengri tíma“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 17:20

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja þá eru öll voða sorrí og búið að taka Zúúber úr loftinu eftir Valdimars-fíaskóið. Ég gleðst innilega yfir því enda var bara um eineltisþátt að ræða. Og gott að þau sem urðu fyrir skaða fá réttlæti.“

Þetta segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, í opinni færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. „Valdimars-fíaskóið“ sem Tara talar um eru ummæli sem einn dagskrárgerðarmaður þáttarins Zúúber, Sigríður Lund V Hermannsdóttir, lét falla um söngvarann Valdimar í þættinum. Ummælin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

„Mér finnst mjög leiðinlegt að nefna þetta. Ég held að margir hafi orðið varir við sína fitufordóma vegna þess að ég var það, þegar við lásum greinina um daginn um ákveðinn söngvara, sem á von á barni með kærustunni sinni. Mér finnst mjög leiðinlegt að tala um þetta en fyrsta hugsunin … nú bara viðurkenni ég það og mér finnst það mjög leiðinlegt, mér fannst mjög leiðinlegt að komast að þessu um sjálfa mig, en fyrsta hugsunin … út af því að hann er með aukakíló.“

Lesa meira: Útvarpskona sökuð um að fitusmána Valdimar – „Vanvirðingin sem hún sýnir honum og ástkæru barnsmóður hans er þvílík!“

„Ég er hugsi og já ég er reið“

Tara er ánægð með að þættinum hafi verið slaufað. „Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég er hugsi og já ég er reið. Framkoma Sýnar í minn garð hefur verið verri og til lengri tíma,“ segir hún og rifjar upp sögu sem sýnir hvernig framkoma Sýnar var gagnvart henni.

„Þegar Hjörvar Hafliða og Kjartan Atli voru með Brennsluna fannst þeim voða gaman að smjatta á mér. Einkaþjálfari að nafni Einar Ísfjörð var vinur þeirra og fannst honum gaman að áreita og níða mig. Meðal annars gerði hann heila bloggfærslu á bloggunni sínu bara um mig þar sem hann tók myndir af mér af facebookinu mínu, analýseraði þær til að giska á fituprósentu og BMI og sakaði mig um að vera að fremja hægt sjálfsvíg og ég þyrfti að eiga það við mitt nánasta fólk. Þessu póstaði hann síðan um víðan völl og hlakkaði mikið í honum að fá viðbrögð frá mér sem ég ákvað að láta ekki eftir honum. En auðvitað sveið þetta.“

Tara mætti svo sem gestur í útvarpsþáttinn árið 2016 til að tala um líkamsvirðingu og segir hún það hafa gengið vel. „Hjörvar var hinn mesti herramaður og í viðtalinu minntist ég á þessa bloggfærslu Einars þegar ég var spurð hvað væri það versta sem ég hefði lent í. Hjörvar þóttist vera hinn hneykslaðasti og sór Einar af sér,“ segir hún en spólar svo fram til ársins 2017.

„Viðtalið mitt við Sindra Sindrason hafði átt sér stað í febrúar sama ár og var ég enn að vinna úr áfallastreitu eftir það og umræðuna í kjölfarið. Ég var í sumarfríi að undirbúa þrítugsafmælisveisluna sem átti að vera um helgina. Ég kíki á facebook og sé þetta á feedinu,“ segir Tara og deilir frétt sem Vísir birti um pisil sem Einar skrifaði um Töru.

„Svörin voru hroki og fyrirlitning“

Þegar hún las fréttina sá hún að Hjörvar og Kjartan höfðu boðið Einari í þáttinn til sín til að tala um sig. „Maður sem hafði áreitt mig og beitt mig andlegu ofbeldi á opinberum vettvangi. Eitthvað sem Hjörvar var fyllilega meðvitaður um. Í viðtalinu er fabúlerað um skoðanir mínar, grundvöllinn á bak við þær, mannréttindabaráttu mína og meiningar. Ég vissi ekki af viðtalinu né var ég nokkurn tímann spurð hvort hefði eitthvað að segja við því,“ segir Tara og birtir ummæli sem Einar lét falla í þættinum sem um ræðir.

„Ég er ekkert viss um það að það sé einhver að mata hana af þessum skoðunum, ég held hreinlega að þetta sé hennar persónulega skoðun. Hún er oft með einhverjar greinar á bakvið sig en ég held að hún rangtúlki rosalega mikið. Það yrði erfitt fyrir hana að finna fimm manns sem eru sammála þessari staðhæfingu.“

Einar endaði viðtalið með því að skora á Töru að hlaupa með sér í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Samtaka um líkamsvirðingu. „Samtaka sem hann segir í viðtalinu að séu að gera meira vont en gott. Spyr hvort ég sé game eða lumi á afsökun. Eini tilgangur hans var að sjálfsögðu að niðurlægja mig. Ég svaraði engu. Fyrsta viðbragð mitt þegar ég sá að viðtalið hafði farið fram og að risafrétt hefði verið skrifað um það á Vísi var að hlaupa rakleiðis inná baðherbergi og kasta upp morgunmatnum. Líkamleg viðbrögð við áfalli ofan í áfallastreitu.“

Tara svaraði engu og sendi Einar þá einkaskilaboð á hana þar sem hann ítrekaði áskorun sína. „Ég svaraði honum með skýrum skilaboðum um að hann væri að áreita mig og bað hann vinsamlegast um að láta mig vera. Hann svaraði með háði, tók skjáskot af samskiptum okkar og plastraði þeim útum allt til að hæðast að mér,“ segir Tara en í kjölfarið á þessu ákvða hún að senda Hjörvari og Kjartani einkaskilaboð.

„Til að sýna þeim hverjum þeir væru að hleypa upp á pall og biðja þá um hleypa honum ekki frekar að til að niðurlægja mig opinberlega. Svörin voru hroki og fyrirlitning eins og sjá má á skjáskotunum af þessum samskiptum,“ segir Tara og birtir skjáskot af samskiptunum sem sjá má í Facebook-færslu hennar.

„Ég hef séð nokkra menn spjalla um nauðgunarfantasíu um mig“

Tara segir þetta ekki vera einstakt vandamál. „Þetta er fyrir utan allt hitt ógeðið þar sem skrifaðar eru greinar eða fréttir um mig og málstaðinn í æsifréttastíl sem býður fólki að beita ofbeldi í kommentakerfum. Mér er líkt við hin ýmsu dýr, kölluð veik á geði og nær dauða en á lífi. Ég hef séð nokkra menn spjalla um nauðgunarfantasíu um mig á fb-síðu Vísis. Það tók margar klukkustundir að fá einhvern hjá Vísi til að bregðast við og fjarlægja það,“ segir hún.

„Þessi viðbrögð við því sem gerðist á föstudaginn í Zúúber hefur hjálpað mér að sjá að það sem ég hef orðið fyrir er ekki bara eitthvað náttúrulögmál, eitthvað sem er bara í eðli fjölmiðla og lítið hægt að gera við. Það er vel hægt að koma í veg fyrir þetta ofbeldi ef vilji er fyrir hendi. Og ég ætla bara að sleppa þessu lausu útí kosmósið því að skömmin er ekki mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó