fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Samstarfsmenn hins látna ósáttir við að málið sé tengt við undirheima – Handtökur á Suðurlandi í tengslum við málið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 10:25

Frá Rauðagerði. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem myrtur var fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði á laugardagskvöld starfaði hjá dyravarðaþjónustufyrirtæki. Samstarfsmaður mannsins er afar ósáttur við fréttaflutning af morðinu en hann telur fráleitt að tengja hinn látna við undirheima. Hann hafi verið heiðarlegur maður og með engin slík tengsl.

„Það er búið að skrifa mikið kjaftæði um hann, það er verið að tengja hann undirheimum sem er alls ekki rétt. Hann á fjölskyldu þessi maður og hann var ekki svona gaur.“

Maðurinn segir líka að mikill rasismi sé í gangi í umræðum um málið. „Það er engin albönsk mafía á Íslandi. Við erum allir í annarri vinnu líka, þetta er bara aukavinna,“ segir maðurinn og bendir á þeir séu í öðrum heiðarlegum störfum meðfram dyravörslunni.

Maðurinn segist ekki hafa hugmynd um hver sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og hann viti ekki ástæður þess að maðurinn var myrtur.

Fréttablaðið greinir frá því að umfangsmikil lögregluaðgerð hafi átt sér stað á Selfossi í nótt vegna málsins. Sérsveitin hafi umkringt hús rétt fyrir utan Selfoss og handtekið tvo menn. Einum var sleppt en annar er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn morðsins í Rauðagerði.

Borist hefur tilkynning frá lögreglu sem staðfestir frétt Fréttablaðsins. Þar segir:

„Þrír voru handteknir í viðamiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. Framkvæmdar voru húsleitir í umdæminu og utan þess, en við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar bæði sérsveitar ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins