59% prósent Repúblikana segja að þeir myndu velja Trump sem forsetaframbjóðanda sinn ef kosið yrði í dag. Trump má bjóða sig fram til forseta árið 2024 en The Guardian greinir frá.
Tugþúsundir Bandaríkjamanna hafa yfirgefið Repúblikanaflokkinn eftir að stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna 6. janúar síðastliðinn og vill meirihluti landsmanna að hann verði bannaður alfarið frá pólitík eftir atburðinn. Hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir að hvetja til innrásarinnar í þinghúsið en náðu Demókratar ekki þeim 67 stuðningsmönnum með ákærunni sem þurfti til að hann yrði dæmdur og gæti ekki boðið sig fram aftur. Trump hefur sjálfur ekki gefið út hvort hann muni bjóða sig fram aftur árið 2024.
Ljóst er að framundan verður mikil barátta innan flokksins enda er hann að vissu leyti sundraður þar sem stuðningsmenn Trump og þeir sem eru andsnúnir honum, munu berjast um völd.