fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Meintur uppljóstrari lögreglu handtekinn vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 11:52

Rauðagerði í Reykjavík mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þeirra sem sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í sumarbústað í námunda við Selfoss í nótt vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði síðastliðna helgi var samkvæmt öruggum heimildum DV, Anton Kristinn Þórarinsson, oft kallaður Toni.

Albanskur karlmaður var á laugardagskvöld myrtur fyrir utan heimili sitt með skotvopni. Hafa fjölmiðlar sagt frá því að maðurinn hafi verið skotinn oft og meðal annars í höfuðið. Morðinu hefur verið lýst sem „hreinni aftöku.“ Maðurinn lætur eftir sig ólétta eiginkonu sína og ungt barn. Hjónin keyptu húsið við Rauðagerði í nóvember í fyrra og voru ný flutt þangað inn.

Tekið skal fram að eðli tengsla Antons við morðmálið liggur ekki fyrir og lögregla hefur hvorki viljað staðfest opinberlega að um Anton sé að ræða eða hvort að hann sé grunaður um beina aðild að morðinu.

Í samtali við DV sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að engar upplýsingar yrðu veittar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu.

Í samtali við lögmann mannsins, Steinberg Finnbogason, sagðist hann geta staðfest að hann væri lögmaður manns sem væri í haldi lögreglu, en það væri ekki í hans verkahring að staðfesta nafn mannsins sem um ræðir. Að öðru leyti gat Steinbergur ekki tjáð sig um málið.

Upplýsingagjöf Antons í gagnaleka lögreglu

Mikið var fjallað um Anton Kristinn í tengslum við gagnaleka úr herbúðum Héraðssaksóknara og lögreglunnar í janúar síðastliðinn. Þar var Anton sagður hafa verið uppljóstrari lögreglunnar á árum áður. Í gögnunum kom fram að upplýsingasamband Antons við lögreglu hafi hafist árið 2006.

Sjá nánar: „Partípabbi ársins“ sagður vera uppljóstrari lögreglunnar um árabil

Í tilkynningu sem lögreglan sendi fjölmiðlum nú í morgun sagði að þrír hefðu verið handteknir í „viðamiklum aðgerðum“ Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði þar jafnframt að húsleitir hefðu verið framkvæmdar í umdæminu og utan þess og að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra auk annarra lögregluembætta.

Lögreglan sagði frá því um helgina að hún hefði handtekið erlendan karlmann á fertugsaldri stuttu eftir skotárásina í húsi í Garðabæ og að sá hefði verið úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald. Lengd gæsluvarðhaldsins hefur vakið athygli, en fjórir dagar þykir mjög stuttur tími í ljósi alvarleika málsins. Hefur það vakið grunsemdir um að sönnunargögn sem lögregla lagði fram hafi ekki nægt fyrir lengri gæsluvarðhaldsúrskurði.

Herma heimildir DV að mennirnir tveir sem handteknir voru með Antoni í sumarbústaðnum séu erlendir.

Vísir sagði frá því í gær að morðvopnið væri ekki fundið.

Málið hefur vakið mikinn óhug hér á landi enda óalgengt að skotvopn komi við sögu í ofbeldismálum, sér í lagi með þeim hætti sem hér um ræðir.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við