fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglan vísar fullyrðingum veitingamanna á bug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 12:14

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir alvarlegar athugasemdir við frétt mbl.is þess efnis að lögreglumenn hafi haft í hótunum við veitingamenn í miðborginni og lögreglan hafi mistúlkað reglur um opnunartíma og sóttvarnir. Í frétt mbl.is segir:

„Mik­ill­ar óánægju gæt­ir meðal rekstr­araðila veit­ingastaða í miðborg­inni um þess­ar mund­ir. Svo virðist sem skiln­ing­ur rekstr­araðila og lög­reglu á af­greiðslu­tíma veit­inga­húsa sé ekki sá sami. Þannig hef­ur í nokk­ur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eig­enda og lög­regluþjóna, sem hafa hótað að beita sekt­um verði stöðunum ekki lokað og all­ir gest­ir farn­ir þaðan klukk­an 22. Allt virðist þetta þó byggt á mis­mun­andi túlk­un á þeim regl­um sem nú eru í gildi.

Er­lend­ur Þór Gunn­ars­son hæsta­rétt­ar­lögmaður er lögmaður fjölda rekstr­araðila í miðborg­inni. Seg­ir hann lög­regl­una beita óbein­um hót­un­um í sam­skipt­um við rekstr­araðilana þegar líða tek­ur að lok­un.

„Ég hef heyrt af nokkr­um stöðum í miðbæn­um þar sem lög­regl­an er að koma rétt fyr­ir klukk­an 22 á kvöld­in og hóta ein­hverj­um sekt­um þar sem ör­fá­ir sitja og eru að klára að borða eða drekka drykki sína. Þessi hegðun minn­ir á ófagra stemn­ingu í A-Evr­ópu á sín­um tíma og er eft­ir­litsaðilum ekki til fram­drátt­ar enda rekstr­araðilar að leggja sig alla fram um að virða þær regl­ur sem eru til staðar á hverj­um tíma,“ seg­ir Er­lend­ur og bæt­ir við að regl­urn­ar séu mjög skýr­ar. Staðirn­ir megi vera opn­ir til klukk­an 22 en við það bæt­ist ein klukku­stund þar sem fólki er gefið færi á að klára drykki og veit­ing­ar.“

Segja lögregluna hafa beitt meðalhófi

Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún hafi beitt meðalhófi í aðgerðum og lögreglumenn lagt sig fram við að leiðbeina veitingamönnum:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar algjörlega á bug ummælum í frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag þar sem hún er sökuð um að hafa í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni, en í fyrirsögn fréttarinnar er lögregla sögð mistúlka reglur og beita hótunum. Við eftirlit í miðborginni vinnur lögregla samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi. Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.

Vegna fréttarinnar er enn fremur ástæða til að ítreka að opnunartími veitingastaða þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar skv. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar sé til klukkan 22 en þá eiga staðirnir að vera tómir, enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21. Þá skal „take away“ þjónusta fara fram í gegnum lúgu eða hurð eftir kl. 21 en slík þjónusta er heimil til kl. 23 samkvæmt reglugerðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins