fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Helgi segir að morðið í Rauðagerði líkist aftöku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 06:55

Frá Rauðagerði. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana við heimili sitt í Rauðagerði um miðnætti á laugardaginn. Litháískur karlmaður á fertugsaldri var handtekinn skömmu síðar vegna málsins og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna rannsóknar málsins. Lögreglan hefur ekki veitt miklar upplýsingar um málið, annað en að rannsókn þess sé í algjörum forgangi. Hún hefur ekki viljað skýra frá hvernig skotvopn var notað eða hvort það hafi fundist.

„Það setti að mér ugg við að lesa fréttir af þessu máli. Þetta ber öll merki þess að hafa verið aftaka í ósköp dæmigerðu íbúðahverfi í Reykjavík. Svo getur þetta hafa verið eitthvað persónulegt á milli geranda og þolanda. Við eigum eftir að fá meiri upplýsingar um hvernig þeir tengjast og hvort þeir tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta þurfum við að vita til að sjá heildarmyndina,“ hefur Morgunblaðið eftir Helga Gunnlaugssyni, afbrotafræðingi og prófessor við Háskóla Íslands, um málið.

Hann tók fram að hann viti ekki meira um málið en það sem lögreglan og fjölmiðlar hafa skýrt frá. Haft er eftir honum að ef grunsemdir lögreglunnar séu réttar þá sé þetta svipað því sem gerst hefur erlendis. Hann nefndi þar Norðurlöndin til sögunnar en þar geisa átök glæpagengja þar sem tekist er á um viðskipti og svæði. „Þetta gæti hafa verið angi af slíkri baráttu eða uppgjöri,“ sagði Helgi.

Helgi Gunnlaugsson.

Hann benti einnig á að lögreglan hafi lengi varað við hættu af þessu tagi  og það hafi greiningardeild ríkislögreglustjóra einnig gert. „Þetta var við dyrastafinn hjá okkur og tímaspursmál hvenær það kæmi hingað. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las um manndrápið í Rauðagerði var hvort svona átök og uppgjör væru komin hingað,“ sagði Helgi.

Hann benti á að mjög grófu ofbeldi hafi verið beitt við handrukkanir hér á landi og dæmi séu um að þeim hafi lokið með manndrápi en það sé nýtt að skotvopni sé beitt með þessum hætti, eins og við aftöku. „Það vekur manni mikinn ugg. Ef það er rétt sem lögreglan telur sig hafa vísbendingar um óttast maður að þessu verði svarað með einhverjum hætti. Að það geti orðið hefndaraðgerðir,“ sagði hann og tók einnig fram að ef um morð af persónulegum ástæðum sé að ræða telji hann minni líkur á hefndaraðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu