fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Grímur opnar sig – „Rifrildi, jafnvel blóð og mikil drykkja“ – „Ég var aldrei hólpinn“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 20:42

Grímur Atlason. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, var gestur Sigmars Guðmundssonar í þættinum okkar á milli sem sýndur var á RÚV í kvöld. Þar opnaði hann sig upp á gátt en hann byrjaði á því að tala um æskuna sína sem var vægast sagt erfið.

„Ég hélt að þetta ætti að vera svona en þetta var auðvitað rosa skrýtið að vakna á nóttunni og vera dreginn fram úr bara kannski 2-3 ára, einhverjar minningar um rifrildi, jafnvel blóð og mikil drykkja, sem ég vissi ekki að væri drykkja þá, og enda svo einhvers staðar í öðrum húsum,“ segir Grímur í byrjun þáttarins.

Hann segir þetta hafa mótað hann gríðarlega og gert það að verkum hver hann er. „En að sama skapi þá var þetta, þetta var mikið rugl og ofsalega mikil svona lausung á öllu sem gerir það að verkum að traust og rætur og allt slíkt, ég finn þær svo illa.“

„Þetta var hart“

Grímur segir foreldra sína ekki hafa verið vonda við sig. „Ég hugsa aldrei þannig. Þau voru ekki vond við mig, þau elskuðu mig en hins vegar bara ást þeirra, þau gátu ekki gefið mér neitt. Af því þau höfðu síðan ekki neitt sjálf. sem er svona kannski eitthvað sem við getum komið inn á,“ segir hann.

„Þessi þráður bara lífsins á milli kynslóðanna, hvernig ég verð ég og þú verður þú og svo börnin þín og barnabörnin og allt það. Þetta fer bara á milli kynslóða, þessi milliflutningur á þessum vandræðum. Þau fæðast upp í einhverjum áföllum, alast upp í áföllum, þetta var hart.“

„Ég var aldrei hólpinn“

Grímur talar svo um drykkjuna á heimili sínu en hann segir að hún hafi ekki verið stöðug í fyrstu. „Hins vegar það sem gerðist þarna hjá [foreldrum hans] var að það var svo mikið um svik og margt annað sem gerðist í þeirra hjónabandi og svo brennivín ofan í það og endalausar uppákomur.“

Þegar Grímur var sjö ára gamall var hann skilinn eftir hjá ömmu sinni. Í þættinum lýsir hann uppákomu sem situr enn þann dag í dag eftir í honum. „Ég kem í nýjan skóla átta ára og býð í afmælið mitt þegar ég varð níu ára. Allir að kynnast Grími og voða gaman. Klukkan er sex að kvöldi og bara fimmtudagur,“ segir hann.

„Þá kemur mamma heim drukkin. Hún fer að dansa og verður mér til skammar. Svo rak hún alla út og ég fór að gráta fyrir framan öll börnin. Þetta var alveg ferlegt, að hugsa um svona. Það voru endalausar svona uppákomur… þarna bjó ég hjá ömmu minni og hún kom bara þarna. Ég var aldrei hólpinn.“

„Ég hugsa oft um þetta í dag“

Grímur veltir því fyrir sér í dag hvernig skólakerfið brást við aðstæðum hans á sínum tíma. Í stað þess að fá hjálp var hann stimplaður sem óstýrilátur strákur sem talaði of mikið. „Þarna er ég kannski bara að endurspegla eitthvað sem ég er búinn að ganga í gegnum sem barn, og er barn. Þá ætti kannski einhver að spyrja: Bíddu, hvað getum við gert fyrir þig? Er eitthvað að gerast heima hjá þér? Ég hugsa oft um þetta í dag líka,“ segir hann.

Í skólakerfi nútímans hefði Grímur að öllum líkindum farið í gegnum greiningarferli en hann segir þó að vandamál séu ennþá til staðar í dag. „Ég veit að þetta er ennþá í skólakerfinu, þó það sé miklu betra en það var. Þá veit ég það að börn sem eru að sýna ákveðna hegðun og eru að upplifa ákveðna vanlíðan vegna áfalla sem þau verða fyrir. Það er tekið á þeim,“ segir hann.

Hægt er að horfa á viðtalið við Grím í heild sinni á vefsíðu RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins