„Við komumst í 108.000 krónur nú í kvöld. Það er frábært að fólk vilji hjálpa börnunum,“ sagði hún í samtali við B.T.
Freyja var myrt af fyrrum eiginmanni sínum, Flemming Mogensen, á heimili sínu í Malling. Flemming hefur viðurkennt að hafa orðið Freyju að bana. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann varð konu að bana því 1995 myrti hann tvítuga barnsmóður sína með því að stinga hana 18 sinnum. Fyrir það var hann dæmdur í tíu ára fangelsi.