Lögreglan á Suðurlandi greindi í dag frá erlendum ferðamanni sem hafði ferðast um landshlutann á puttanum en átti að vera í sóttkví. Maðurinn var fluttur í sóttvarnarhús í Reykjavík og gert að greiða sekt.
Smitrakningarteymi almannavarna staðfesti í samtali við blaðamann að maðurinn hafi reynst neikvæður við seinni skimun sem hann fór í eftir komu í sóttvarnarhúsið. Því er enginn í sóttkví eftir að hafa hitt manninn og ljóst að hann getur ekki hafa borið veiruna til landsins.
Í síðustu viku var greint frá fjórum erðamönnum sem sátu á Lebowski-bar og töluðu um að þeir ættu að vera í sóttkví. Lögreglan náði ekki að hafa afskipti af mönnunum en þeir voru hér á landi á vegum íslensks fyrirtækis. Þegar fyrirtækið fékk fréttir af þessu sendi það mennina aftur heim.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærum til heilbrigðisráðherra en hann hefur ekki tjáð sig um hvað tillögurnar fela í sér nákvæmlega.