fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Nágranni Vigdísar myrti systur sína í bakgarðinum – „Ég er í sjokki, ég er sorgmædd“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 10:46

Bakgarðurinn þar sem konan fannst látin Mynd: BZ Berlin, Timo Beurich

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Howser Harðardóttir, rappari sem búsett er í Berlín lenti í þeim óhugnalega atburði að morð var framið í fjölbýlishúsi sem hún býr í. Hún greinir frá því í Facebook-færslu, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að afrita, að þegar hún kom heim til sín á laugardagskvöld hafi lögreglan verið í bakgarðinum hennar, beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá henni.

„Ég sá strax að það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi þar sem rannsóknarlögregla var á staðnum og verið var að setja upp tjald og menn í hvítum göllum að taka myndir út um allt,“ skrifar Vigdís og sá síðan hvað hafði gerst.

„Ég sá svo lík og þá vissi ég að eitthvað það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi,“ en í garðinum hafði 36 ára maður myrt systur sína. Vigdís segist vera í sjokki eftir að hafa séð þetta en hún birti myndir á Instagram-síðu sinni þar sem hún sýnir lögreglufólk í hvítum göllum athafna sig við glæpavettvanginn.

Þýski miðillinn BZ Berlin greinir einnig frá málinu en þar kemur fram að bróðirinn hafi lamið systur sína í hausinn með borðfæti en ekki liggi fyrir hvers vegna hann hafi gert það. Konan lést af áverkum sínum fyrir utan blokkina og var hún látin þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn var búsettur í húsinu.

Alls voru framin 720 morð samskæmt skráningu þýsku lögreglunnar í Þýskalandi árið 2019. Glæpatíðni hefur farið minnkandi síðustu þrjú ár þar í landi en tölur fyrir árið 2020 eru enn óbirtar.

Statistic: Number of murders recorded in Germany from 2000 to 2019 | Statista
Find more statistics at Statista 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins