Vigdís Howser Harðardóttir, rappari sem búsett er í Berlín lenti í þeim óhugnalega atburði að morð var framið í fjölbýlishúsi sem hún býr í. Hún greinir frá því í Facebook-færslu, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að afrita, að þegar hún kom heim til sín á laugardagskvöld hafi lögreglan verið í bakgarðinum hennar, beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá henni.
„Ég sá strax að það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi þar sem rannsóknarlögregla var á staðnum og verið var að setja upp tjald og menn í hvítum göllum að taka myndir út um allt,“ skrifar Vigdís og sá síðan hvað hafði gerst.
„Ég sá svo lík og þá vissi ég að eitthvað það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi,“ en í garðinum hafði 36 ára maður myrt systur sína. Vigdís segist vera í sjokki eftir að hafa séð þetta en hún birti myndir á Instagram-síðu sinni þar sem hún sýnir lögreglufólk í hvítum göllum athafna sig við glæpavettvanginn.
Þýski miðillinn BZ Berlin greinir einnig frá málinu en þar kemur fram að bróðirinn hafi lamið systur sína í hausinn með borðfæti en ekki liggi fyrir hvers vegna hann hafi gert það. Konan lést af áverkum sínum fyrir utan blokkina og var hún látin þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn var búsettur í húsinu.
Alls voru framin 720 morð samskæmt skráningu þýsku lögreglunnar í Þýskalandi árið 2019. Glæpatíðni hefur farið minnkandi síðustu þrjú ár þar í landi en tölur fyrir árið 2020 eru enn óbirtar.
Find more statistics at Statista