fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Morðið í Rauðagerði talið tengjast baráttu um yfirráð í fíkniefnaheiminum – Lögreglan óttast hefndaraðgerðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 06:50

Frá Rauðagerði. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðnætti á laugardaginn. Hann lætur eftir sig íslenska konu og ungt barn. Erlendur maður, á fertugsaldri, er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Talið er að málið tengist valdabaráttu í undirheimunum og að tekist sé á um yfirráð á fíkniefnamarkaðnum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist blaðið hafa heimildir fyrir þessu. Fram kemur að átök standi yfir um yfirráð í fíkniefnaheiminum í kjölfar þess að stórtækur íslenskur fíkniefnasali hafi nýlega byrjað að draga sig í hlé. Morgunblaðið segir einnig að lögreglan óttist að til hefndaraðgerða kunni að koma.

Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið annað en að rannsókn þess sé í algjörum forgangi. Hinn handtekni var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna rannsóknar málsins.

Nágranni sem DV ræddi við í gær sagði að hinn látni og fjölskylda hans hafi keypt húsið, sem morðið var framið við, í fyrra. Jafnframt var haft eftir honum að töluverð umferð hafi oft verið við húsið, fólk að koma og fara. Morgunblaðið hefur eftir nágrönnum að mikið hafi verið um grunsamlegar mannaferðir við húsið eftir að fjölskyldan flutti þar inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við