fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Óhugur í nágrönnum eftir morðið í Rauðagerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 16:38

Frá Rauðagerði. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem býr í Rauðagerði sendi DV skilaboð snemma í nótt þess efnis að eitthvað mikið væri í gangi í götunni og fjölmargir lögreglubílar á vettvangi. Í samtali við DV núna síðdegis staðfestir konan að húsið þar sem maður var skotinn til bana fyrir utan hafi verið afgirt í allan dag og lögreglumenn að störfum á vettvangi.

Segir hún íbúa í næsta nágrenni slegna miklum óhug yfir málinu. Lögregla hefur ekki haft samband við hana en konan tekur fram að hún búi ekki í næsta húsi við vettvanginn heldur dálítið fjær.

„Manni var brugðið þegar maður kom heim. Við vitum að þetta fólk var nýflutt í þetta hús, eða fyrir nokkrum mánuðum,“ segir konan. Hún áttar sig þó ekki hvað margir búa þar en ljóst er að hinn látni bjó þar ekki einn. Henni virðist ekki að um fjölskyldu hafi verið að ræða.

„Ég veit bara að þetta hús var á sölu og það var nýflutt inn í það.“

Konan segir að hún hafi upplifað það þannig undanfarið að sífellt væru nýir og nýir aðilar að flytja inn í húsið. „Við sáum alltaf nýja og nýja, við héldum fyrst að þetta væru bara iðnaðarmenn sem væru að vinna þarna í húsinu. En svo virtust þeir búa þarna. Og voru á ofboðslega flottum bílum, eða maðurinn minn tók eftir því, algjörum drossíum.“

Konan segir að ekkert ónæði hafi verið af þessum nágrönnum.

Vísir og Fréttablaðið hafa heimildir fyrir því að morðið tengist uppgjöri í undirheimum. Að sögn Fréttablaðsins var hinn látni Albani. Samkvæmt Fréttablaðinu tengjast báðir mennirnir áhrifamönnum í íslenskum undirheimum.

Í seinni tilkynningu lögreglu um málið segir:

„Karlmanni á fertugsaldri var ráðinn bani í austurborginni um miðnætti í gærkvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.57. Áverkar eftir skotvopn fundust á líki mannsins. Rannsókn málsins er í algjörum forgangi hjá embættinu og er í einn haldi vegna hennar. Að öðru leyti er vísað til tilkynningar lögreglu um málið frá því fyrir hádegi.“

Í fyrri tilkynningu segir:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í austurborginni um miðnætti í gærkvöld, en þar var tilkynnt um slasaðan karlmann utan við húsið. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var maðurinn fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn var á fertugsaldri.

Rannsókn málsins er á frumstigi, en einn er í haldi í þágu hennar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Hinn látni var á fertugsaldri og einnig sá sem er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. Hann var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir að hinn látni fannst fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við