Engin Covid-smit greindust innanlands í gær og engin á landamærum. Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptastjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Á föstudag greindist heldur enginn innanlands en einn beið mótefnamælingar eftir að hafa verið greindur á landamærum.
Síðustu innanlandssmitin greindust á fimmtudag. Þau voru fjögur og var það allt fólk í sömu fjölskyldu. Það fólk var í sóttkví og smitaðist af manni sem hafði verið greindur á landamærum.