Dagskrárgerðarfólk þáttarins Zúúber á Bylgjunni hefur haft samband við söngvarann Valdimar og beðist innilega afsökunar á ummælum um hann í þættinum á föstudag. Ummælin, sem margir túlka sem smánun á Valdimar, hafa vakið hörð viðbrögð, meðal annars í umræðum á Facebook-síðu Bylgjunnar.
Útvarpsfólkið hefur enn fremur sent DV svohljóðandi yfirlýsingu vegna málsins:
Á föstudaginn 12.02.2021 varð okkur í Zúúber alvarlega á í messunni og særðum góðan mann sem átti það svo sannarlega ekki skilið.
Við urðum uppvís að okkar eigin fitufordómum með því að taka Valdimar sem dæmi í umræðu um fitufordóma. Við, Svali, Gassi og Sigga, viljum öll biðja Valdimar innilegrar afsökunar á því að hafa vegna fáfræði, fávisku og fordóma okkar notað hann sem dæmi í þessari umræðu.
Við trúum því að við getum alltaf gert betur og lær meira.
Svali, Gassi og Sigga Lund“