fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Umferðarslys á Bústaðavegi – Kastaðist framan á annan bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 07:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir kl. 21 í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp á Bústaðavegi. Bíl var ekið á vegrið og kastaðist bíllinn við það yfir á rangan vegarhelming og framan á annan bíl. Ökumaðurinn sem þessu olli ók síðan burtu af vettvangi en hann var handtekinn á heimili sínu skömmu síðar, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður í bílnum sem ekið var á ætlaði sjálfur á bráðadeild til aðhlynningar þar sem hann fann fyrir eymslum. Bíll hans varð fyrir miklu tjóni og var fluttur af vettvangi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem var að brjóta brunaboða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hafði hann áður tæmt úr slökkvitæki í bílageymslu. Maðurinn var meiddur á hendi og var honum ekið á bráðadeild til aðhlynningar.

Rafskútu, myndavél og fleiru var stolið úr húsi í Hafnarfirði snemma í gærkvöld en þar var tilkynnt um innbrot í tvö fjölbýlishús. Voru hurðir spennar upp og brotnar. Var brotist inn í geymslur í húsunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“