fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Sóttvarnabrot á veitingahúsum og útitónleikum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálfellefu í gærkvöld var tilkynnt til lögreglu um útitónleika í miðbænum, þar sem hópur fólks var samankominn. Er þetta sagt gerast ítrekað. Tónleikahaldarinn var kærður fyrir brot á lögreglusamykkt og brot á sóttvarnalögum. Engin heimild var fyrir tónleikunum og hefur lögregla áður sinnt samskonar tilkynningum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að í gærkvöld var farið í skipulagt eftirlit á veitingahús í miðborginni. Hugað var að hvort farið væri eftir reglugerð um takmörkun á samkomum. Eftirlit var haft með hámarki gesta í hverju rými, svæðisskiptingum, að afgreitt væri í sæti og hvort farið væri eftir því að hleypt yrði ekki inn nýjum viðskiptavinum eftir kl 21:00. Þá var eftirlit eftir kl 22:00 með lokun skemmtistaða í miðbænum. Enn fremur ítrekaði lögregla við starfsfólk  að veitingastaðir ættu að loka kl. 22:00 og gestir ættu að vera farnir út kl. 22:00.

Út út eftirlitinu kom að einn veitingastaður á hugsanlega von á kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og fyrir brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald hins vegar. Annar veitingastaður á hugsanlega von á kæru fyrir brot á sóttvarnalögum. Á báðum stöðunum voru of margir gestir samankomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“