fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

„Síðan sótti ég son minn í Ævintýralandið og langaði bara að drepa mig“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 10:00

Ágúst Már Garðarsson. Mynd: Lokum.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Már Garðarsson, kokkur, sem oftast er kallaður Gústi, segir frá slæmri reynslu sinni af spilakössum á vefsíðunni Lokum.is í dag.

Lokum.is er árvekniherferð sem hefur það markmið að leiða íslensku þjóðina í allan sannleikann um hve skaðleg fíkn í spilakassa er, sem og að þrýsta á stjórnvöld að loka spilakössum á Íslandi til frambúðar. Herferðin er á vegum SÁS, samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Í viðtali sem fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir tók á vegum Lokum.is segir Gústi meðal annars frá fyrsta og síðasta skiptinu sem hann spilaði í spilakassa.

Gústi var ungur þegar hann spilaði í fyrsta skipti. „Ég fékk klink hjá foreldrum mínum og fékk að prófa. Ég var átta eða níu ára og hugsaði að ég gæti orðið góður í þessu. Að ég væri með einhvern hæfileika eða náðargáfu sem myndi hjálpa mér að sigra kerfið – vinna pening. Það er manni selt í hverjum einasta kassa og þessi trú að ég hefði þennan hæfileika var gegnum gangandi á mínum spilaferli.“

Síðasta skiptið hans var mun verra en þá hafði spilafíknin verið mikil árin á undan. Barnsmóðir Gústa var búinn að taka öll kortin af honum og hélt utan um peningamálin svo hann gæti ekki spilað. Einn daginn fékk barnsmóðirin flensu og þurfti að senda Gústa út í búð til að kaupa í matinn. Þá fékk hann debetkortið aftur og var sendur í Bónus.

„Síðan sótti ég son minn í Ævintýralandið og langaði bara að drepa mig“

Gústi fór í Kringluna með soninn sem var svo settur í pössun í Ævintýralandi. Gústi fór þó ekki í Bónus eftir það heldur gekk hann beinustu leið á Kringlukrána til að spila í spilakössum. „Ég var í algjörum tryllingi, eins og píranafiskur, og spilaði fyrir öll launin okkar og maxaði VISA kortið. Á klukkutíma og korteri var allt farið. Ég spilaði í þremur kössum í einu og fékk engan vinning,“ segir hann.

„Síðan sótti ég son minn í Ævintýralandið og langaði bara að drepa mig. Ég vissi að þetta yrði síðasta skiptið sem ég spilaði og þetta er síðasta skiptið sem ég hef spilað. Ég kom heim, eldaði góðan mat, tók til og var eins og draumur alla helgina. Síðan fór hún í vinnuna greyið á mánudeginum og sá í heimabankanum að það var allt farið. Hún byrjaði að hringja í mig á fullu og senda skilaboð. Ég sat í bílnum í marga klukkutíma og reyndi að gera upp við mig hvort ég ætti að tala við einhvern eða drepa mig.“

Gústi endaði á að leita sér hjálpar hjá spilaráðgjafa í Síðumúla, svo fór hann inn á Vog og á sinn fyrsta fund hjá GA samtökunum. „Ég brotnaði alveg niður. Ég slapp þann 8. október árið 2006 og hef ekki spilað síðan. Mig hefur ekki langað til að spila síðan. Það er búið að bjarga lífi mínu.“

Hægt er að lesa sögu Gústa í heild sinni hér á vefsíðunni Lokum.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“