Fjögur smit greindust hér innanlands í gær. Það er mun meira en hefur greinst undanfarna daga, síðast greindust fjórir fyrir rúmum tveimur vikum síðan.
Á covid.is kemur þetta fram en hægt er að hugga sig við þá staðreynd að þessir fjórir sem greindust voru allir í sóttkví þegar þeir greindust.
Sex einstaklingar greindust á landamærunum, þrír voru með virkt smit í seinni sýnatöku en verið er að bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum.
26 einstaklingar eru nú í einangrun hér á landi og 19 í sóttkví. 718 manns eru í skimunarsóttkví eftir komu til landsins.