Norski miðillinn MinE24 greindi frá því í morgun að norski bankinn DNB yrði ekki kærður vegna viðskipta við Samherja, eftir rannsókn sem hófst haustið 2019. DNB sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram að þeir hafi fengið sent frá saksóknara að „ekki hafi fundist upplýsingar sem hægt sé að lýta á sem glæpsamlegt athæfi.“
Samherji var viðskiptavinur DNB og var rannsakað hvort eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað í millifærslum Samherja í gegnum DNB. Bankinn lokaði reikningum Samherja árið 2018 en vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja var ákveðið að rannsaka millifærslurnar. Í kjölfar þeirra hætti bankinn öllum viðskiptum við Samherja í febrúar á síðasta ári.