Reynir bakari stóð fyrir heimsmeistaramóti í bolluáti í dag. Þar kepptu 6 einstaklingar um heimsmeistaratitilinn og áttu þeir að borða eins mikið af bollum og þeir gátu á tíu mínútum. Meðal keppenda voru þau Donna Cruz, Egill Plöder og Tommi Steindórs.
Tommi Steindórs borðaði rúmlega átta bollur á þessum tíu mínútum og stóð því uppi sem sigurvegari en næsti keppandi borðaði sjö bollur. Þetta var í fyrsta skiptið sem mótið fer fram og sögðu þeir Ingi Bauer og Gunnar Björn Gunnarsson, kynnar keppninnar, að stefnt væri á að halda mótið árlega.
DV óskar Tómasi til hamingju með titilinn.