fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Stórt gjaldþrot hjá Perlunni Restaurant

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í búi fyrirtækisins PR1234 ehf., sem áður hét Perlan Restraurant og rak veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni í Öskjuhlíð. Samtals voru kröfur upp á 72.529.338 krónur. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið 5. febrúar. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Fyrirtækið var stofnað árið 2016 en skipti um nafn rétt fyrir gjaldþrot. Árið 2018 og 2019 var ársreikningum skilað fyrir sömu kennitölu á nafninu „Út í bláinn“.

Sjá einnig: Perlan Restaurant gjaldþrota

DV fjallaði um gjaldþrot félagsins í desember 2020. Þar kom fram að veitingastaðurinn væri kominn undir nýja kennitölu undir heitinu Perlan Veitingahús. Það gæfi til kynna að staðurinn yrði opinn áfram.

Fjallað var um veitingastaðinn á vefnum Vinotek árið 2017. Hafði þá staðnum verið nýlega breytt. Í greininni segir meðal annars:

„Það er létt og nútímalegt yfirbragð yfir Út í bláinn, svartar flísar hafa tekið við af hinu dökka parketti og húsgögn og borðbúnaður eru meira í takt við það sem gengur á gerist á nútímalegum kaffishúsum en eldri og virðulegum veitingastöðum. Litapalettan mild með gráum og grárauðum tónum áberandi, stærri borð með marmaraplötum.

Eldhúsið er opið og fyrir miðju staðarins og þar ræður Atli Þór Erlendsson ríkjum, sem m.a. hefur verið yfirmatreiðslumaður á Grillinu, landsliðsmaður í kokkalandsliðinu og matreiðslumaður ársins.

Matargerðin er létt og nútímaleg, daðrar örlítið við hið nýnorræna á köflum. Einfaldleiki og hreinleiki í brögðum þar sem hráefni fær að njóta sín. Seðillinn er stuttur og bistrólegur, réttirnir eru ekki margir en hægt að velja úr kjöti, fisk og grænmettisréttum í jafnt forrétt sem efttirrétt. Brauð er selt sér, sem er ekki algengt að sjá, en var hið ágætasta súrdeigsbaguette með þeyttu smjöri og heimagerðu hummus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur