Ungur karlmaður var í dag dæmdur í héraðsdómi Reykjaness í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára vegna líkamsárásar. Umrædd árás átti sér stað á skemmtistaðnum fræga B5, sem var hýstur við Bankastræti 5.
Umrætt atvik átti sér stað laugardaginn 2. febrúar 2019. Maðurinn var dæmdur fyrir að veita öðrum einstaklingi olnbogaskot sem varð til þess að framtennur brotaþola í efri og neðri góm urðu fyrir skemmdum. Þær gengu inn losnuðu að hluta.
Karlmaðurinn játaði sakir sínar skýlaust. Játning hans var ekki dregin í efa, en hún er sögð hafa verið í samræmi við rannsóknargögn málsins. Málið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Lögfræðingur ákærða krafðist vægustu refsingar sem völ var á og að hún yrði skilorðsbundin.
Líkt og áður kom fram var maðurinn dæmdur í 30 daga fangelsi, þar af skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er honum einnig sett að greiða málvarnarkostnað sinn, en engan annan sakarkostnað.