fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Rafmynt streymir eftirlitslaust úr landi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 09:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að allt að 8% af bitcoin, sem er stærsta rafmynt heims, verði til hér á landi, sé „grafin upp“. Um 60 fyrirtæki stunda námagröft hér á landi en aðeins þrjú fyrirtæki, sem bjóða upp á viðskipti með rafmynt og stafræn veski eru skráningarskyld. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur ekki upplýsingar um þá rafmynt sem er „grafin upp“ hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að bandarísk stjórnvöld hafi í auknum mæli reynt að fylgjast með notkun rafmynta en þær eru taldar vera hornsteinninn í ýmissi ólögmætri starfsemi. Þar má nefna hryðjuverkastarfsemi, fíkniefnaviðskiptum og dreifingu barnakláms.

Í skýrslu bandaríska fjármálaráðuneytisins frá 2017 kemur fram að Azym Abdullah, sem hýsti vefsíðu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið hér á landi 2014, hafi notað bitcoin í þeim viðskiptum sem hann stundaði. Það hafi níu aðrir þekktir hryðjuverkamenn einnig gert.

Leitað er að rafmynt, eða hún „grafin upp“, í gagnaverum hér á landi og krefst þetta mikillar orku. Um 5% af orku landsins fer til gagnavera og þar af fara um 90% í námagröft. Meðal kaupenda eru fyrirtæki sem fáir hér á landi þekkja til. Má þar nefna HIVE Blockchain, Genesis Mining og Bitfury en þessi fyrirtæki mala gull á starfseminni þrátt fyrir að orkuverð sé hátt.

Eftir því sem kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til Fréttablaðsins þá er rafmynt ekki viðurkenndur lögeyrir hér á landi og fellur því ekki undir ákvæði laga um greiðsluþjónustu eða útgáfu og meðferð rafeyris.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri