Skömmu fyrir hádegi í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttökunni í Fossvogi vegna ofurölvi manns sem var til vandræða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er greint frekar frá málinu.
Laust fyrir kl. 14 í dag var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 104 en þar valt vörubíll. Engin meiðsli urðu og ekki er vitað um tjón á bílnum.
Um kl. 14 var tilkynnt um innbrot í hverfi 105. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Annar mannanna er grunaður um vörslu á fíkniefnum.