Vonbrigðin láku af Íslendingum í gær eftir að greint var frá því að tilraunastarfsemi Pfizer færi ekki fram hér á landi. Við getum þó huggað okkur við það að lítið hefur verið af smitum undanfarið en í gær greindist til að mynda enginn með veiruna hér innanlands. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í uppfærðum tölum covid.is.
Þá kemur einnig fram að aðeins einn hafi greinst á landamærunum í gær en einstaklingurinn sem um ræðir greindist í seinni landamæraskimun. Þá eru færri í einangrun í dag en í gær, 24 eru nú í einangrun en 28 voru í einangrun í gær. Einungis 17 manns eru í sóttkví en í gær voru 20 manns í sóttkví.