fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

„Við getum þakkað Þórólfi fyrir að það var ekki hægt að gera þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 20:37

Frá Kastljóssþætti kvöldsins. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum þakkað Þórólfi fyrir að það var ekki hægt að gera þetta, hann hefur hannað svo gott kerfi til að vernda okkur að við sitjum uppi með fá tilfelli,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og hló, er nýjustu vendingar í bóluefnamálum voru ræddar í Kastljósi í kvöld.

Þar ræddu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við Einar Þorsteinsson um niðurstöðu örlagafundar með lyfjaframleiðandanum Pfizer um möguleikann á því að gera fjórðu fasa rannsókn á Íslandi sem fæli í sér bólusetningu stórs hluta þjóðarinnar. Eftir fundinn í dag eru taldar litlar líkur á því að af þessari rannsókn verði.

Þórólfur og Kári voru sammála um að meginástæðan fyrir því að Pfizer telur ekki ráðlegt að ráðast í verkefnið sé sú að hér séu of fá tilfelli. Forsenda verkefnisins væri að með því væri hægt að afla þekkingar sem hefði getað nýst við bólusetningar um allan heim. Tilfellin væru hins vegar of fá hér til að uppfylla þá forsendu. Bentu þeir á að þegar viðræður hófust við Pfizer um þetta í desember hefði staðan verið önnur því þá hefðum við verið með um 20-25 Covid-smit á dag.

Einar Þorsteinsson spurði hvort ekki hefði verið hægt að bólusetja landsmenn og opna svo landamærin til þess að skapa eftirsóknarverðari aðstæður fyrir rannsókn Pfizer. „Landamærin, það hefði ekki gert neitt, fólkið í landinu væru þá bólusett og það kæmu engin smit upp í landinu,“ svaraði Kári þessu.

Kári og Þórólfur viðurkenndu að niðurstaðan væri mikil vonbrigði en Þórólfur sagði: „Ég var alveg undir þetta búinn og var sjálfur að slá á allar væntingar. Þær væntingar sem voru að koma upp sérstaklega síðustu daga voru alveg úr hófi. Þessu var stillt mjög hátt upp. En vissulega hefði maður viljað að þetta hefði farið af stað,“ sagði Þórólfur.

Kári taldi að umræðan í samfélaginu um yfirvofandi fjöldabóluefnasetningu með bóluefni Pfizer hefði ekki haft jákvæð áhrif: „Þeir byrjuðu þennan fund á að minnast á að átök væru út um allan heim um bóluefni. Ég les svo það svo að það hafi truflað þá hvað mikið var rætt um þetta.“ Sagðist Kári hafa skynjað óánægju í Skandinavíu með viðræður Íslendinga við Pfizer. „Fólki leið óþægilega með þann möguleika að Ísland væri að svindla sér fram fyrir í röðinni. Okkar svar var að við værum ekki að því heldur ætluðum við að taka þátt í rannsókn sem átti að gagnast öllum heiminum.“

Félagarnir voru sammála um að nú væri ekki annað í stöðunni en að halda áfram að gæta að sóttvörnum og halda áfram að bólusetja. Kári segist telja að búið verði að bólusetja um 200 þúsund Íslendinga í september eða október miðað við þá stöðu sem nú er uppi varðandi áætlanir um sendingar bóluefna hingað til lands.

Þórólfur segist telja að þetta geti orðið fyrr þar sem búast megi við að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda muni aukast þegar fram líður. Tók þá Kári undir það og sagði þessa bjartsýni Þórólfs vera réttlætanlega og framleiðslugeta bólefnafyrirtækjanna væri að aukast.

Einar spurði út í sögur um samstarfserfiðleika þeirra félaga. Kári hafði sagt í fyrra í Kastljóssþætti að hann væri búinn að blokka Þórólf í símanum sínum. Kári hló að þessu og sagði að sér þætti mjög vænt um Kára og samstarf þeirra væri mjög gott. Þórólfur tók undir það.

Þórólfur sagði jafnframt að ef af rannsóknni hefði orðið þá hefði verið fylgt allra ströngustu kröfum varðandi leyfisveitingar. „Það stóð aldrei til að stytta sér leið framhjá því, það var bara ekki tímabært að ræða það,“ sagði Þórólfur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur