Barnaheill – Save the Children á Íslandi deildi í dag færslu með myndbandi þar sem farið er yfir hvað skal gera ef þú færð senda eða finnur nektarmynd af barni eða unglingi á netinu.
Í myndbandinu er útskýrt hvað skal gera ef nektarmyndin er send til þín eða hún finnst: „Stundum verða börn og unglingar fyrir því að nektarmynd af þeim er deilt á netið,“ segir í myndbandinu. „Fáirðu senda eða finnur nektarmynd af barni eða unglingi á netinu, EKKI DEILA henni áfram. Tilkynntu hana til Ábendingalínu Barnaheilla á barnaheill.is, finndu strokleðrið og fylltu út tilkynningu með nægum upplýsingum um hvar efnið er að finna.“
Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna þetta umrædda strokleður. Ef ýtt er á það kemur upp síða þar sem hægt er að tilkynna um nektarmyndir af börnum og unglingum. . „Þú getur hjálpað okkur að eyða efni af netinu sem ekki á að vera þar.“
https://www.facebook.com/BarnaheillSavetheChildrenIceland/videos/131879422121048