Morgunblaðið birti rétt í þessu frétt þess efnis að ekkert verði af rannsóknarverkefni Pfizer og Íslands sem hefði falið í sér bólusetningu meirihluta þjóðarinnar á stuttum tíma.
Fundur milli fulltrúa Pfizer annars vegar og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar hins vegar um málið stóð yfir síðdegis í dag.
Þórólfur og Kári verða í Kastljósi í kvöld og skýra málið frekar.
„Það var mat Pfizer að hér væru of fá tilfelli til þess að framkvæma rannsókn af þessu tagi. Við höfðum engin haldbær rök gegn því,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við mbl.is.
Í viðtali við RÚV segir Kári að Íslendingar hafi þarna verið fórnarlömb eigin velgengni því hér hefur tekist að halda smitum í lágmarki.