fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr á byggingarsvæði í Garðabæ – Sýknaður af ákæru um að hafa misþyrmt pípulagningameistara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 16:58

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til átaka koma á byggingarsvæði í Garðabæ í ágúst árið 2018. Pípulagningameistari kom þar til að sækja gám með verkfærum í hans eigu. Til orðaskipta kom á milli hans og eiganda fyrirtækis á byggingarsvæðinu, sem síðan leiddu til átaka. Síðarnefndi maðurinn var ákærður fyrir að kýla pípulagningameistarann með krepptum hnefa í magann og vinstra megin í andlitið. Ennfremur var hann sakaður um að hafa sparkað í vinstra hné mannsins. Afleiðingar af hinni meintu árás hafi verið þær að brotaþoli hlaut opið sár á höku, yfirborðsáverka á höfði og mar á vinstra hné.

Héraðssaksóknari krafðist þess að hinn ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþolinn fór fram á rúma hálfa milljón í skaðabætur.

Atvikum á vettvangi er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur:

„Samkvæmt kæruskýrslu mætti A, hér eftirnefndur brotaþoli, á lögreglustöð 14. ágúst 2018 og lagði fram kæru á hendur ákærða í máli þessu, fyrir meinta líkamsárás 10. sama mánaðar á vinnusvæði við […]í Garðabæ. Brotaþoli, sem starfar sem pípulagningameistari, greindi frá meintum atvikum eins og þau horfðu við honum við skýrslutökuna, þar með talið aðdraganda og öðrum samskiptum, hvar og hvenær þau hefðu átt sér stað og hverjir voru viðstaddir. Í skýrslunni kom meðal annars fram að brotaþoli hefði komið á vinnusvæðið, ásamt öðrum manni, B, á kranabifreið til að sækja verkfæragám í eigu brotaþola. Til snarpra orðaskipta hefði komið milli brotaþola annars vegar og ákærða og C hins vegar, varðandi fjárhagslegt uppgjör þeirra á milli eða fyrirtækis þeirra. Þau samskipti hefðu leitt til þessað ákærði hefði kýlt hann einu sinni í magann og nokkrum sinnum í andlitið, auk þess að sparka nokkrum sinnum í annað hnéð á honum. Þá kvaðst brotaþoli í framhaldi hafa leitað á lögreglustöð í Hafnarfirði og síðan á bráðamóttöku Landspítalans.“

Hinn ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 21. janúar 2019 og neitaði sök. Hann greindi frá atvikum eins og þau blöstu við honum. Hann sagði að sig og brotaþola hefði greint á, brotaþolinn hefði verið vanstilltur og hann hefði beðið hann að fara, hafi hann ýtt á brjóstið á honum með flötum lófa en ekki slegið hann. Vísaði hann á bug ásökunum um hnefahögg í maga og á kjálka.

Pípulagningameistarinn leitaði á bráðamóttöku eftir atvikið og upplýsingar í læknisvottorði, byggðu á skoðun þar, voru eftirfarandi, með orðalagi úr dómnum:

„Brotaþoli hafi við skoðun verið með fulla meðvitund og skýr. Á höfði hafi hann verið með eymsli við þreifingu á kjálka vinstra megin og lítið sár á höku. Ekki hafi verið aðrir áverkar á andliti. Þá hafi hann verið með takmarkaða hreyfigetu á vinstra hné en ekki áberandi eymsli og það ekki verið brotlegt. Undir liðnum greiningar í vottorðinu er með stöðluðum hætti tekið fram að brotaþoli hafi verið með opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði og mar á hné. Í samantekt í niðurlagi vottorðsins greinir að brotaþoli hafi verið sleginn og sparkað í andlit hans vinstra megin, hann hafi ekki reynst vera brotinn heldur marinn og þá hafi hann einnig verið með mar á hné. Þá hafi frásögn brotaþola af atvikum samsvarað áverkum við skoðun.“
Í heild má segja að vottorðið styðji frásögn brotaþolans af atvikum.
Pípulagningameistarinn hafði verið launamaður hjá byggingafyrirtækinu en honum verið sagt upp störfum skömmu fyrir átökin. Að sögn ákærða hafði hann ekki staðið sig í starfi. Hinn ákærði segir að brotaþolinn hafi verið æstur og með dónaskap þegar hann mætti á svæðið til að sækja geymslugám sinn. Ágreiningur var milli manna um uppgjör launa. Vitni á staðnum studdi frásögn ákærða um að ekki hafi verið um líkamsárás af hans hálfu að ræða en dómurinn gaf lítið fyrir þann vitnisburð vegna tengsla mannanna sem vina og vinnufélaga. Það sama gildi um vitnisburð mannsins sem kom með brotaþolanum á vettvang og styður hans framburð.
Hins vegar taldi dómurinn að í raun stæðu orð gegn orði varðandi meinta árás. Enn þyngra vóg þó í niðurstöðu dómsins að þegar ákært var í málinu var hið meinta brot fyrnt. Hafði rannsókn lögreglu tekið mjög langan tíma. Telur dómurinn þó að málið hafi verið fremur einfalt til rannsóknar.
Niðurstaðan var að hinn ákærði var sýknaður af öllu kröfum ákæruvaldsins. Skaðabótakröfu pípulagningameistarans var vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“