fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Meintur níðingur í Austurbæjarskóla segist saklaus

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 14:38

mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum neitaði sök við þingfestingu málsins í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðssaksóknari gaf þann 12. nóvember síðastliðinn út ákæru á hendur manninum fyrir að hafa þann 2. september 2019 farið í leyfisleysi inn í byggingu Austurbæjarskóla við Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur og áreitt þar kynferðislega börn í skólanum.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa brotið gegn þremur nemendum skólans. Mun hann hafa lokkað níu ára gamla stelpu með sér upp á rishæð skólans þar sem hann kleip hana í rassinn og strauk læri og kynfæri hennar utanklæða. Þá er hann sagður hafa slegið 14 ára gamlan strák í rassinn og sest svo við hlið 15 ára stúlku og hindrað að hún kæmist í burtu frá honum. Mun hann hafa sett hendi á læri stúlkunnar og elt hana svo þar til stúlkan leitaði skjóls í hópi skólabræðra hennar.

Málið vakti mikinn óhug er það kom upp. Sagði DV frá því í september 2019, að móðir stúlkunnar hafi fengið þær upplýsingar að maðurinn hafi verið á sveimi um skólann í um klukkustund þann dag. Var á það bent að umrætt atvik hafi átt sér stað í upphafi skólaárs, þegar margt var um manninn og mörg ný andlit á vappi um bygginguna.

Sögðu skólayfirvöld í kjölfar atburðarins að öryggismál yrðu tekin til skoðunar í skólanum að vinna við að skoða uppsetningu aðgangsstýringar væri hafin. Móðirin sagði þá frá því að dóttir konunnar hefði glímt við martraðir um að einhver væri að elta sig. Hún sjálf hefði jafnframt fengið „einhverskonar áfall.“ „Ég varð ofboðslega reið, eiginlega meira gagnvart skólanum en manninum, því ég lít á hann sem mann sem þarf verulega mikla hjálp. Ég varð reið við skólann því ég hélt að barnið mitt væri öruggt þar,“ sagði móðirin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“