fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

VÍS svarar reiðum íbúum Akraness – „Því miður hefur ekki enn náðst í alla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 16:00

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá óánægju íbúa Akraness vegna þeirra bóta sem þeim stendur til boða frá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS, í kjölfar óhapps í Sementsverksmiðjunni í upphafi árs. Í frétt DV segir:

„Íbúar á Akranesi eru allt annað en sáttir með tryggingafélagið VÍS (Vátryggingafélag Íslands) og Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Í byrjun ársins gaus sement úr einum sementstankanna við höfnina á Akranesi og í kjölfarið var bærinn þakinn sementi. Sementið lagðist á bíla og hús í bænum og voru íbúar látnir hafa samband við VÍS fyrir bætur vegna sementsins. Nú hafa íbúar fengið boð um bæturnar hjá VÍS og þar liggur óánægjan.“

Segir að VÍS hafi boðið fólki 200 þúsund krónur fyrir þrifin. Telja þeir að sú upphæð dugi ekki fyrir þrifunum enda hafi margir þurft að þrífa bæði hús sín og bíla.

Einnig segir:

„Þá geta komið upp skemmdir vegna sementsins og hafa önnur tryggingafélög varað íbúa við að hrófla við sementinu þar sem það gæti fríað VÍS og Sementsverksmiðjuna af sinni ábyrgð. „Það er gjörsamlega óásættanlegt að taka við einhverri upphæð og þurfa svo að borga meira fyrir að láta þrífa húsið. Hvað þá ef það skapast einhver sjálfsábyrgð í málinu til lengri tíma litið ef skemmdir koma í ljós,“ segir ein kona í hópnum um málið.“

Sjá einnig: Mikil reiði íbúa á Akranesi

Einn íbúi telur að VÍS vonist til að íbúar sem e.t.v. séu í kröggum taki við upphæðinni, láti gott heita og nenni ekki að standa í veseni. Hann segir jafnframt: „VÍS hefur ekki haft samband við mig, hvorki til að þrífa húsið eða bjóða mér neitt. Ég talaði við þá í síma daginn sem þetta kom í ljós og þeir sögðu mér að fara með bílinn til Hjalta og senda inn tjónatilkynningu sem ég gerði. Ég hafði síðan samband við þá og sagði að enginn hefði enn komið til að þrífa og þetta var allt bara í athugun og átti að koma boðunum áfram. Ég hef vonda tilfinningu gagnvart þessu öllu satt best að segja.“

VÍS hvetur fólk til að hafa samband

DV hefur borist tilkynning frá Erlu Tryggvadóttur, samskiptastjóra VÍS, vegna málsins. Þar kemur fram meðal annars fram að frostviðri hafi hamlað hreinsunarstarfi og íbúum séu greiddar bætur í staðinn fyrir hreinsunarstarf. Ekki hafi tekist að ná samband við alla íbúa en þeir sem ekki hafi náðst í séu hvattir til að hafa samband. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Umfangsmikið hreinsunarstarf hefur átt sér stað á Akranesi frá því að sementstjónið varð. Náðst hefur að hreinsa þau hús sem urðu fyrir mestum áhrifum sementsins en því miður skall frost á sem varð til þess að hætta þurfti hreinsunarstarfi áður en að náðist að hreinsa öll hús. Í staðinn fyrir hreinsunarstarf þá greiðum við bætur.

Við höfum unnið að því að ná sambandi við þá sem hafa tilkynnt tjón en ekki hefur náðst að þrífa hjá. Því miður hefur ekki enn náðst í alla. Við hvetjum þá sem eiga eftir að tilkynna sementstjón að gera það á vis.is. Auk þess viljum við hvetja þá sem eru ósáttir við afgreiðslu sinna mála að hafa samband við okkur, best væri ef hægt væri að senda okkur tölvupóst á vis@vis.is með myndum af tjóninu.

Við viljum vinna að þessu starfi í samvinnu við íbúa Akraness og því viljum heyra frá þeim ef eitthvað hefði verið hægt að gera betur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“