Velunnarar Freyju Egilsdóttir, sem fyrrverandi eiginmaður myrti með hryllilegum hætti í lok janúar, hafa gengist fyrir fjársöfnun til stuðnings fjölskyldu hennar og börnum. Freyja lætur eftir sig tvö börn, dreng og stúlku.
Auglýsing þessa efnis hefur verið birt í Facebook-hópnum Góða systir en DV greinir nú frá þessu í samráði við viðkomandi. Í tilkynningunni segir:
„Ákveðið hefur verið að koma af stað söfnun fyrir fjölskyldu og börn Freyju, sem lést með hryllilegum hætti í Danmörku fyrir rúmri viku síðan. Ég vil hvetja ykkur öll til að aðstoða ef þið getið og dreifa þessu sem víðast. Reynum öll að styðja við fjölskyldu hennar í þessum hryllilega harmleik. Reikningurinn er á nafni Dísu Maríu, systur Freyju.“