fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Vinur Johns Snorra segir að tíminn sé ekki að vinna með þeim – „Þær fundu í raun og veru ekki neitt“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 11:00

John Snorri er í miðjunni á myndinni. Mynd/Facebook/John Snorri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn hefur ekkert heyrst í John Snora Sigurjónssyni fjallgöngumanni en hann er ennþá staddur í hlíðum fjallsins K2. Pakistanski herinn sendi aftur þyrlur að leita að John og félögum hans á fjallinu en líkt og í gær þá bar sú leit ekki árangur.

Gestur Pétursson, vinur Johns Snorra, ræddi um leitina að vini sínum í samtali við mbl.is. Þar talaði hann meðal annars um hvað væri verið að gera til að leita að John Snorra og félögum hans. „Það eru tvær þyrl­ur frá pak­ist­anska hern­um bún­ar að vera að leita í morg­un á ákveðnum stöðum í fjall­inu. Þær fundu í raun og veru ekki neitt og sneru síðan til Skar­du, en munu koma til baka sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um til að leita á öðru svæði,“ sagði Gestur.

Þá segir Gestur að verið sé á að nota flugvélar með sérstökum leitarbúnaði, ekki ósvipað þeim sem Landhelgisgæslan hér á landi notar, til að leita á fjallinu. „Við höf­um hins veg­ar ekki fengið staðfest­ingu á því enn þá að þær hafi klárað leit,“ seg­ir hann.

Gestur var spurður hvort möguleiki sé á því að John og hinir fjallgöngumennirnir hafi leitað sér skjóls í fjórðu búðum fjallsins. Gestur segir það vera möguleika en að það sé ekki eins líklegt og aðrar sviðsmyndir sem verið er að vinna með. „Tíminn er ekki að vinna með okkur,“ segir hann svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“