Undanfarna daga hafa verið uppi afar háværir orðrómar um að risastór sending af bóluefni sé á leiðinni til landsins beint frá höfuðstöðvum Pfizer. Vilja margir meina að um sé að ræða skammt sem myndi duga til að mynda hjarðónæmi hér á Íslandi.
Máli sínu til stuðnings hafa margir bent á að þessa stundina er verið að undirbúa Laugardalshöllina fyrir fjöldabólusetningu. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við RÚV að mögulegt væri að taka á móti allt að 10-15 þúsund manns á dag í bólusetningu í höllinni.
Önnur hávær saga kveður að búið sé að leigja vél frá Icelandair undir flutning 750 þúsund skammta í lok febrúar en allir sem eitthvað vita skipta um umræðuefni þegar málið berst í tal.
Þrátt fyrir fréttir af undirbúningi Laugardalshallar hefur enginn stigið fram og staðfest að skammtarnir frá Pfizer séu á leiðinni. Íslendingar virðast þó vera handvissir um að þeir séu að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra í dæminu, það er að orðrómurinn sé sannur og að von sé á skömmtunum frá Pfizer fyrir mánaðarmót. Margir hafa til dæmis bent á að lítið hefur heyrst í Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, undanfarið og vilja þeir meina að það sé vísbending um að hann sé með puttana í málinu.
Lögmaðurinn Árni Helgason er á meðal þeirra sem benda á mögulega aðild Kára en það gerði hann í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær.
Fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöll í vinnslu.
Drög að samningi við Pfizer á leiðinni.
Ekkert heyrst í Kára Stefánssyni í fjölmiðlum í þrjár vikur.
Þórólfur: pic.twitter.com/QtKO1YxaEv— Árni Helgason (@arnih) February 6, 2021
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolti.net, tístir líka um málið og deilir fréttum sem ríma ansi mikið við orðróminn um að bóluefnið sé á leiðinni.
And monkeys might fly out of my butt… pic.twitter.com/cJUXLZic6d
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 6, 2021
Fleiri Íslendingar hafa svo notað tækifærið og grínast með þennan mögulega samning við Pfizer. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, er á meðal þeirra sem grínast með málið en hann bendir á það sem gæti gerst ef ekki næst að koma samningnum í höfn.
Ef að þessi samningur gengur síðan ekki í gegn verður siðrof. Fullkomið siðrof. Við erum að tala um kynsvöll úti á götu; fjöldaaftökur. Enginn skilar inn framtalinu sínu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 6, 2021
Egill Einarsson, útvarpsmaður og þjálfari, birti síðan tíst í gær um málið sem hefur vakið ansi mikla athygli á samfélagsmiðlinum, hundruðir Íslendinga hafa líkað við það. Í tístinu, sem sjá má hér fyrir neðan, segist hann ætla að fara niður á Þórólf ef honum tekst að lenda samningnum.
Ef King Þórólfur klárar Pfizer dílinn þá fer ég niðrá hann
— Egill Einarsson (@EgillGillz) February 6, 2021