Outlook India skrifaði í dag grein um að þeir sem væru búnir að fá tvær bóluefnissprautur mættu ferðast til Íslands, án þess að fara í sóttkví eða sýnatöku. Þó taka þeir fram að einungis sé um lönd innan Evrópusambandsins að ræða.
Einnig er talað um rafrænu bólusetningarskírteinin á Íslandi en við erum eina landið sem býður upp á skírteinin í rafrænu formi. Yfir 4.500 Íslendingar hafa fengið báðar bóluefnissprauturnar og er þeim því frjálst að ferðast til útlanda og aftur heim án sóttkvíar. Þeir sem ekki eru bólusettir þurfa enn að fara í sýnatöku á flugvellinum og fara í heimkomusóttkví þangað til að niðurstöður úr seinni sýnatöku koma í ljós.
Það er þó ekki auðvelt að koma sér til Íslands þessa dagana enda lítið um að vera um flugferðir. Aðeins er búist við flugvélum frá 7 löndum á næstu 3 dögum en þau lönd eru Pólland, Holland, Danmörk, Lettland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin.