fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Ungmennapartý í Grafarvoginum í nótt – Óboðnir gestir sagðir hafa ruðst inn og barið frá sér

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 08:44

Samkvæmið sem um ræðir átti sér stað í Grafarvoginum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítrekað var tilkynnt um samkvæmishávaða í Grafarvogi í nótt. Um var að ræða samkvæmi þar sem gestir voru flestir á aldrinum 16 til 18 ára samkvæmt lögreglu. Þá segir lögreglan að óboðnir gestir séu sagðir hafa ruðst inn og barið frá sér í samkvæminu. Grunur er á að líkamsárás, húsbrot og brot á vopnalögum hafi átt sér stað í samkvæminu.

Þetta var á meðal þess sem lögreglan greindi frá í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Í dagbókinni var einnig mikið um stöðvanir á bifreiðum. Til að mynda var ein bifreið stöðvuð í 108 Reykjavík þar sem ökumaðurinn var tiltölulega nýkominn með bílpróf en var grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. „Að lokinni sýnatöku var ökumanninum ekið heim,“ segir lögreglan en tilkynning um málið var send til Barnaverndar.

Þá var sami maðurinn tekinn tvisvar í nótt vegna gruns um þjófnað á matvöru. Fyrst hafði lögreglan afskipti af manninum klukkan 21:40 í gærkvöldi en þá var maðurinn grunaður um þjófnað á matvöru í 101 Reykjavík. Maðurinn var síðan aftur tekinn fyrir þjófnað á matvöru í 108 Reykjavík um þrjú leytið í nótt. Var maðurinn þá grunaður um að hafa hnuplað tveimur pokum af humri.

Klukkan 19:20 þurfti lögreglan að hafa afskipti af pari á heimili sínu í 203 Kópavogi. Mikil fíkniefnalykt var frá íbúðinni og er parið grunað um vörslu og/eða ræktun á fíkniefnum. „Plöntur, tilbúið efni og búnaður var handlagður af lögreglu en af lokinni skýrslutöku var vettvangurinn yfirgefinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“