fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Omar varar við falsfréttum af K2-ferð Johns Snorra og félaga – „Fréttirnar á forsíðunni í dag“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 10:30

John Snorri er til hægri á myndinni. Mynd:Facebook/John Snorri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Omar Quraishi, framkvæmdastjóri fjölmiðilsins PMC í Pakistan, segir að mikið sé um falsfréttir þegar kemur að baráttu Johns Snorra Sigurjónssonar við tind fjallsins K2. John Snorri lagði af stað í átt að tindinum ásamt þeim Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr klukkan átta á fimmtudagskvöld en ekkert ef spurst til þeirra í töluvert langan tíma.

Á samfélagsmiðlinum Twitter fjallar Omar um falsfréttirnar varðandi John Snorra, Sadpara og Pablo Mohr. Omar segir að nokkrar vefsíður og sjónvarpsstöðvar hafi byrjað að greina frá því að fjallgöngumennirnir hafi náð á topp fjallsins í gærkvöldi. „Skólabókardæmi um það hvernig fjölmiðlar falla fyrir fölskum eða röngum fréttum,“ segir Omar. „Mest lesni fjölmiðillinn á ensku í Pakistan var með fréttirnar á forsíðunni í dag,“ segir Omar og bendir á að fjölmiðlar hefðu getað komist hjá þessu með því að kanna áreiðanleika upplýsinganna.

Lesa meira Ekki heyrst frá John Snorra í 37 klukkutíma – Uppfært

„Þeir þurfa að skilja hvort fréttirnar sem þeir sækja á samfélagsmiðla séu réttar eða ekki – það er í lagi ef almennir lesendur geta ekki gert sér grein fyrir því en yfirmenn fjölmiðla og starfsmenn þeirra eru ekki almennir lesendur – þeir stjórna því sem er prentað.“

Omar bendir til að mynda á að opinber aðgangur Ali Sadpara á Twitter hafi beðið fjölmiðla um að hætta að birta falsfréttir um að tindinum sé náð. „Við höfum enga beina samskiptaleið við hópinn. Við vitum ekki ennþá nákvæmlega hvar þeir eru,“ var skrifað á Twitter-aðgangi Sadpara. „Falsfréttirnar sem eru úti um allt í fjölmiðlun eru skammarlegar fyrir blaðamennskuna.“

Eins og áður kemur fram hefur ekkert spurst til Johns og félaga í langan tíma, eða um 38 klukkustundir þegar þessi frétt er skrifuð. Fyrr í morgun sendi herinn í Pakistan þyrlur til að leita að þremenningunum en nú hefur verið greint frá því að leitin skilaði engum árangri. Þá fer veðrinu versnandi á fjallinu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“