Eitt smit greindist hér innanlands í gær en einstaklingurinn sem greindist var ekki í sóttkví við greiningu. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, hefur staðfest þetta í samtali við fjölmiðla í dag. Þá sagði Jóhann einnig að enginn hafi greinst við landamæraskimun í gær.
Einungis þrír einstaklingar hafa greinst með veiruna hér á landi undanfarna viku en tveir af þeim voru utan sóttkvíar við greiningu.