fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Á skilorði eftir rándýran aðventulöðrung í Reykjavík

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 15:11

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann fyrir líkamsárás í anddyri fjölbýlishúss í Reykjavík í desember 2018. Sló maðurinn annan mann einu höggi með flötum lófa hægra megin í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut eymsli undir hægra auga.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti málið og krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerði brotaþoli kröfu um greiðslu rúmlegra einnar milljóna króna í skaðabætur úr hendi árásarmannsins.

Í læknaskýrslu sem lögð var fram við meðferð málsins fyrir dómi kom fram að búist var við því að maðurinn næði sér að fullu á um viku tíma. Hann ætti á þeirri viku að taka bólgueyðandi lyf eins og Íbúfen. Sjúkrasaga mannsins varð þá jafnframt til umfjöllunar og er þar sögð „flókin,“ fyrst og fremst vegna meiðsla sem maðurinn hefur hlotið af fyrri líkamsárásum. Sú síðasta var aðeins mánuði fyrir líkamsárásina sem hér um ræðir.

Ákærði í málinu játaði sök og krafðist þess að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Fram kemur í dómnum að maðurinn er fæddur árið 1950 og er því sjötugur. Maðurinn hefur ekki gerst áður brotlegur við lög og þótti því refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf árásarmaðurinn að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund krónur í skaðabætur og 200 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“