Reykjavíkurborg eyddi 60 milljónum króna í styrki til einkafyrirtækja í borginni vegna verkefnisins „Sumarborgin okkar.“ Samþykkti borgarráð að eyða 50 milljónum í verkefnið og lagði skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 10 milljónir í viðbót í verkefnið „úr sínum ramma.“
Þetta kemur fram í svari umhverfis- og skipulagssviði við fyrirspurn borgarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Þar segir jafnframt að 14 milljónir af þessum 60 hafi farið í að snyrta og fegra miðborgina í tengslum við átakið. 14,8 milljónir hafi farið í efniskaup, stór og smá, blóm, blómaker, leikföng, málningu, timbur og ný götugögn, að því er segir í svarinu. Tæpar tvær milljónir fóru í „greiningar og kannanir,“ 16,4 milljónir í viðburði, 10 milljónir í markaðsmál og 3 milljónir í „annað.“
9,3 milljónir fóru í viðburðarpott Sumarborgarinnar, sundurliðað eins og sjá má hér að neðan:
Rúmar sjö milljónum var úthlutað til samstarfsverkefna, sundurliðað eins og hér segir:
Ellefu og hálf milljón fóru svo í hverfispottana svokölluðu: