Aðalsteinn Helgason, Ingvar Júlíusson og Egill Árnason verða ákærðir í máli ákæruvaldsins í Namibíu vegna meintrar spillingar Samherja þar í landi í máli sem tekið verður fyrir í apríl.
Þremenningarnir eru meðal tuttugu og sex einstaklinga og fyrirtækja sem hefur verið stefnt fyrir dóm í Windhoek Namibíu þann 22. apríl næst komandi.
Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í um þrjá áratugi en fór á eftirlaun árið 2016. Honum bregður ítrekað fyrir í Samherjaskjölunum sem Wikileaks opinberaði haustið 2019.
Ingvar Júlísson erf fjármálastjóri Samherja á Kýpur og í Afríku og Egill Árnason tók við starfsemi Samherja í Namibíu árið 2016.
Frá þessu var greint í dag.
Fjölmiðillinn Informanté greinir frá þessu, ásamt fjölda annara miðla. Í frétt Infromanté segir:
„Þrír yfirmenn íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja, sem eru taldir lykilmenn í stærsta spillingarmáli Namibíu, eru eftirlýstir af namibískum yfirvöldum til að svara fyrir ákærur um að þeir hafi svikið milljónir út úr Suður-Afríska ríkinu sem með réttu hefðu átt að renna til almennings.
Saksóknari í Namibíu, Martha Imalwa hefur ákveðið að sækja þremenningana til saka auk annara sakborninga í Samherjaskjala málinu frá 2019.
Yfirmennirnir frá Samherja eru meðal tuttugu og sex einstaklinga og fyrirtækja sem eiga að mæta fyrir dóm í Windhoek þegar spillingarmálið verður tekið fyrir þann 22. apríl 2021.“
Í september síðastliðnum var greint frá því að sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna Bryndís Baldvins McClure, lögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu.
Þorsteinn Már, Jóhannes og Arna Bryndís eru ekki meðal ákærðra.
Samherji sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir sögðu málaferlin ekki óvænt.
„Fyrirhuguð ákæra kemur ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016.“
NÝ FRÉTT: Níu einstaklingar ákærðir fyrir mútubrot, fjársvik ofl í #Fishrot málinu í Namibíu. Þrír hinna ákærðu eru íslenskir, starfsmenn og stjórnendur Samherja.
— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 5, 2021