fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Samherjamenn ákærðir – Þorsteinn Már sleppur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. febrúar 2021 14:22

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Helgason, Ingvar Júlíusson og Egill Árnason verða ákærðir í máli ákæruvaldsins í Namibíu vegna meintrar spillingar Samherja þar í landi í máli sem tekið verður fyrir í apríl.

 

Þremenningarnir eru meðal tuttugu og sex einstaklinga og fyrirtækja sem hefur verið stefnt fyrir dóm í Windhoek Namibíu þann 22. apríl næst komandi.

Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í um þrjá áratugi en fór á eftirlaun árið 2016. Honum bregður ítrekað fyrir í Samherjaskjölunum sem Wikileaks opinberaði haustið 2019.

Ingvar Júlísson erf fjármálastjóri Samherja á Kýpur og í Afríku og Egill Árnason tók við starfsemi Samherja í Namibíu árið 2016.

Frá þessu var greint í dag.

Fjölmiðillinn Informanté greinir frá þessu, ásamt fjölda annara miðla.  Í frétt Infromanté segir:

„Þrír yfirmenn íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja, sem eru taldir lykilmenn í stærsta spillingarmáli Namibíu, eru eftirlýstir af namibískum yfirvöldum til að svara fyrir ákærur um að þeir hafi svikið milljónir út úr Suður-Afríska ríkinu sem með réttu hefðu átt að renna til almennings.

Saksóknari í Namibíu, Martha Imalwa hefur ákveðið að sækja þremenningana til saka auk annara sakborninga í Samherjaskjala málinu frá 2019.

Yfirmennirnir frá Samherja eru meðal tuttugu og sex einstaklinga og fyrirtækja sem eiga að mæta fyrir dóm í Windhoek þegar spillingarmálið verður tekið fyrir þann 22. apríl 2021.“

Í september síðastliðnum var greint frá því að sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna Bryndís Baldvins McClure, lögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu.

Þorsteinn Már, Jóhannes og Arna Bryndís eru ekki meðal ákærðra.

Samherji sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir sögðu málaferlin ekki óvænt.

„Fyrirhuguð ákæra kemur ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“