fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Hörð gagnrýni á blaðamann Morgunblaðsins – Hvatti til hugverkaþjófnaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 10:30

Sonja Sif Þórhallsdóttir (Facebok skv. leyfi) og skjáskot af pistli hennar í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósvakapistill sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag hefur vakið hörð viðbrögð. Blaðamaðurinn Sonja Sif Þórhallsdóttir hvetur þar til hugverkaþjófnaðar. Fyrirsögn pistilsins er Það er allt í lagi að vera ræningi. Í pistilinum er eindegið hvatt til þess að ræna afþreyingarefni af netinu í stað þess að greiða áskrift að streymisveitum. Pistillinn er eftirfarandi:

„Um liðna helgi horfði ég á þættina Little Fires Everywhere sem komu út í mars á síðasta ári. Þættirnir eru byggðir á metsölubók rithöfundarins Celeste Ng, sem ég las fyrir nokkru. Ég mæli sterklega með að lesa bæði bókina og horfa á þættina en mér þótti framleiðendum þáttanna takast ágætlega að færa söguna yfir á litla skjáinn. Það er ekki sjálfsagt að slíkt heppnist vel en þegar fagkonur eins og Kerry Washington og Reese Witherspoon standa í brúnni þarf ekki að hafa áhyggjur. Ég elskaði bókina og beið í ofvæni eftir að þættirnir kæmu út. En af hverju horfði ég þá ekki fyrr á þá? Jú, ástæðan er sú að Hulu framleiðir þættina og ég nennti einfaldlega ekki að finna út úr því hvernig í andskotanum ég fengi mér aðgang að því. Að lokum ákvað ég að taka upp gamlan ósið og ræna þeim af netinu eins og allir gerðu áður en Netflix varð til.

Þróunin síðastliðin tvö ár hefur nefnilega verið sú að allir og amma þeirra eru komnir með streymisveitu og framleiða sína eigin þætti. Því þarf maður að hafa aðgang að u.þ.b. 15 streymisveitum til að geta haldið uppi eðlilegum samræðum. Ég er ekki að biðja um að einhver kenni mér á Hulu, ég ætla bara að halda áfram að vera ræningi. Það er svo miklu, miklu einfaldara.“

STEF bregst hart við

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, bregst harf við pistlinum og sendi frá sér yfirlýsingu vegna hans í gær. Í grein sinni bendir Guðrún á að það sé dapurlegt að blaðamaður, sem sjálfur reiði sig á höfundarrétt og starfi hjá fyrirtæki sem eigi mikið undir höfundarréti, skuli lýsa því yfir að hún steli hugverkum. Guðrún gefur lítið fyrir þau rök blaðamannsins að það sé í lagi að stela efni af því áskrift að efnisveitum sé of dýr. Guðrún hvetur fólk til að vera ábyrgir neytendur en ekki ræningjar enda sé hægt að nálgast afþreyingaefni á ódýran og löglegan hátt:

„Það er EKKI allt í lagi að vera ræningi!
Meðfylgjandi grein er eftir blaðamann Morgunblaðsins og birtist í blaðinu 2. febrúar undir fyrirsögninni: „Það er allt í lagi að vera ræningi.“ Þar segist höfundur sækja sér sjónvarpsefni á ólöglegan hátt og muni halda því áfram, vegna þess að það sé bara „svo miklu, miklu einfaldara.“
Það er dapurlegt að blaðamaður, sem sjálfur reiðir sig á höfundarétt í eigin starfi og starfar hjá fyrirtæki sem á mikið undir höfundarétti, skuli lýsa þessu yfir. Eins og hún rekur í greininni, þá eru starfandi fjölmargar streymisveitur sem bjóða efni til sölu með löglegum hætti. Í hennar huga er nauðsynlegt að hafa aðgang að öllu efninu, en áskrift af öllum veitunum sé of dýr og því sé í góðu lagi að taka efnið ófrjálsri hendi. Hverslags röksemdarfærsla er þetta eiginlega? Með sömu formerkjum mætti telja í lagi að stela úr nammibarnum í Hagkaup – af því að mann langar að smakka svo margt, en það sé of dýrt að kaupa allt saman.
Við höfum loksins náð þeirri stöðu, að hægt er að nálgast afþreyingarefni á auðveldan og löglegan hátt fyrir sanngjarnt endurgjald (margir myndu segja fáránlega lágt endurgjald). Fögnum því og verum ábyrgðarfullir neytendur, en ekki ræningjar! Á bak við hverja streymisveitu eða sjónvarpsstöð stendur mikil þróunarvinna og fjöldi starfa.
Þótt ýmislegt misgott megi segja um sumar af erlendu streymisveitunum, þá eru þær samt mikilvægur hlekkur í virðiskeðjunni. Í því sambandi má nefna að við heyrum æ oftar af því að erlendar veitur kaupi inn íslenska þætti, kvikmyndir eða þáttaraðir. Svo er nú heimurinn alltaf að minnka með nútíma samskiptaháttum og Íslendingar eru í auknum mæli ráðnir í störf við gerð efnis, sem við myndum þó flokka sem erlent.
Þá má bæta því við, að baráttan við ólöglegu dreifinguna skiptir innlenda dagskrárgerð sjónvarps miklu máli. Ef við viljum hafa fleiri en eina sjónvarpsstöð starfandi hér á landi og geta notið innlendrar framleiðslu, þá verðum við að standa með henni alla leið og láta það ekki óátalið þegar henni er dreift ólöglega, sem því miður er enn raunin — og greinarhöfundur tekur þátt í.
Þessi greinarstúfur er mitt framlag í dag til þess að standa með þeim sem skapa það efni sem verið er að stela.“
DV hafði samband við Sonju Sif til að leita viðbragða við gagnrýninni. Hún vildi ekki tjá sig um málið.

https://www.facebook.com/www.stef.is/posts/3854743084545825

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“