Reykjarmökk leggur yfir Grafarholtið vegna sinubruna við Reynisvatn. Myndir sýna að bruninn nær yfir mikið svæði en talið er að slökkviliðið hafi náð stjórn á eldinum.
Á myndum sem DV fékk sendar má sjá börn að leik í kringum brunasvæðið. Reykurinn blæs yfir allt Grafarholtið og er á leið yfir borgina.
Svæðið er mikið brunnið en tveir slökkvibílar og einn sjúkrabíll voru á staðnum. Íbúi birti færslu í hverfasamtökum Grafarholts og varaði við mikilli reyklykt og ráðlagði fólki að loka gluggum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá brunanum.