fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Freyja vissi um fortíð morðingja síns – Hjónabandið vakti áhyggjur ættingja

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 05:25

Flemming Mogensen. Skjáskot af Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Egilsdóttir og Flemming Mogensen gengu í hjónaband þann 7. september 2013 í ráðhúsinu í Árósum. Sjö árum og 142 dögum síðar myrti Flemming hana.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu í umfjöllun um málið. Fram kemur að þau hafi virst hamingjusöm á brúðkaupsmyndinni en nánustu ættingjar hafi haft áhyggjur. Allir hafi vitað um fortíð Flemming sem myrti tvítuga barnsmóður sína með 18 hnífsstungum í íbúð hennar í Odder 1995. Fyrir það var hann dæmdur í 10 ára fangelsi. Þau áttu son saman, sem var tveggja ára þegar Flemming banaði barnsmóður sinni. Ekstra Bladet segir að feðgarnir hafi haldið góðu sambandi þrátt fyrir að Flemming hafi banað móður drengsins og hafi þeir oft verið saman. Þetta byggir blaðið á samtölum við ættingja og upplýsingum af samfélagsmiðlum.

Blaðið segir að Freyja hafi einnig vitað um fortíð Flemming. Þau hafi kynnst þegar hann tók þátt í aðlögunarprógrammi, fyrir þá sem eru að ljúka afplánun refsidóms, og stundaði nám að lokinni afplánun dómsins sem hann hlaut fyrir morðið. „Hann var ekki ofurvinsæll. En það var ekkert sem maður talaði um. Þetta kom bara einu sinni upp í samkvæmi þar sem Freyja var einnig. Ein frænka spurði skyndilega hvort hún hefði ekki áhyggjur af að hann hefði drepið móður drengsins. Svarið var: „Nei, ég hef engar áhyggjur,““ hefur blaðið eftir ættingja.

Enginn þeirra, sem Ekstra Bladet, ræddi við kannaðist við að Flemming hafi beinlínis verið skapmaður eða ofbeldishneigður. „Hann var alltaf mjög yfirvegaður. Rólegur,“ sagði samstarfsmaður hans til margra ára. Aðrir lýstu honum sem greindum og duglegum manni, pínu nörd, með ágætan húmor og hægláta útgeislun. En Flemming reyndist eiga sér mjög dökka hlið eins og sést á hversu hrottalegt morðið á Freyju virðist hafa verið.

Vinnufélagi hans, hjá samgöngufyrirtæki þar sem hann starfaði síðustu 9 árin, lýsti honum sem staðföstum manni sem stóð fast á sínu og hafi ekki verið banginn við að leita til yfirmanna ef hann var ósáttur. Annar lýsti honum sem „skynsömum“, „svolítið þurrum en viðkunnanlegum“ manni sem hafi gætt vel að einkalífi sínu og ekki sagt mikið um það.

Flemming er einkabarn. Hann á þrjú börn með tveimur konum, sem hann hefur viðurkennt að hafa myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg