fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Vinir Freyju í áfalli – „Hún var svo góð, alltaf tilbúin til að hjálpa“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 07:50

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinum Freyju Egilsdóttur er að vonum illa brugðið eftir að skýrt var frá því að hún hefði verið myrt af fyrrum sambýlismanni sínum. Freyja, sem var 43 ára, lætur eftir sig tvö ung börn. Fyrrum sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

SE og HØR ræddi við Steffen Petersen, vin Freyju, en hann ásamt tveimur öðrum fóru að leita að henni á þriðjudaginn þegar lögreglan lýsti eftir henni. Steffen og vinirnir stunduðu sjúkraliðanám með Freyju.

„Við erum í áfalli. Hún var svo góð, alltaf tilbúin til að hjálpa,“ sagði hann.

„Við töluðum um að við myndum örugglega ekki finna hana en við vildum gera eitthvað og sýna stuðning okkar,“ sagði hann einnig.

Eins og fram hefur komið þá var Freyja í vinnunni á dvalarheimili aldraðra í Odder á fimmtudag í síðustu viku. Hún lauk vaktinni um klukkan 23.30 og eftir það sást hún ekki aftur á lífi. Á laugardeginum var sms sent úr síma hennar til vaktstjóra, sem var í fríi og Freyja vissi að væri í fríi, um að hún kæmi ekki til vinnu vegna veikinda. Þetta þótti mjög ólíkt Freyju sem tilkynnti aldrei um veikindi með smáskilaboðum.

Steffen sagði að þegar hann og vinirnir komu að húsi Freyju í Malling á þriðjudaginn hafi þeir séð að fjöldi lögreglumanna var á vettvangi. „Það var búið að girða það alveg af, þeir einbeittu sér að litlum bletti framan við húsið,“ sagði hann.

Lögreglan fann síðan lík Freyju síðdegis á þriðjudaginn en Flemming hafði reynt að fela líkamshlutana, inni og úti.

 

Freyja er ekki fyrsta konan sem Flemming banaði. 

Talið er að Freyja hafi ekki sjálf sent smáskilaboðin.

Játar að hafa myrt Freyju. 

Lögreglan lýsti eftir Freyju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“